Laugardagur 16. ágúst
Fasteignaleitin

Stígandi hækkun íbúðaverðs

16 mars 2022
Mynd af Landsbankinn
Landsbankinn
Hagfræðideild Landsbankans
Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 2,5% milli janúar og febrúar. Þetta er mesta hækkun sem hefur sést frá því í apríl í fyrra og talsvert meiri hækkun en í janúar þegar íbúðaverð hækkaði um 1,7%, sem þótti einnig mikil hækkun.
Fjölbýli hækkaði um 2,4% milli mánaða og sérbýli um 2,7%. 12 mánaða hækkun fjölbýlis mælist nú 21,4% og sérbýlis 26,8%, en vegin hækkun íbúðarhúsnæðis alls mælist 22,5%. 12 mánaða vegin árshækkun er nú komin á svipaðan stað og þegar mest lét árið 2017. 12 mánaða hækkun sérbýlis hefur aftur á móti ekki verið meiri síðan í febrúar 2006 þegar hækkunin mældist 32%.
Almennt verðlag án húsnæðiskostnaðar hækkaði um 1,26% milli mánaða í febrúar og hækkaði raunverð íbúða, þ.e. verð á íbúðum umfram annað almennt verðlag, um 1,2% milli mánaða. Þetta er örlítið minni hækkun en mældist milli mánaða í janúar (1,5%) en engu að síður talsverð. Verðbólga hefur aukist mikið síðustu mánuði og er það ekki eingöngu vegna hækkandi húsnæðisverðs, heldur hækka nú allir undirliðir hennar með þeim afleiðingum að raunhækkun íbúðaverðs er minni en ella.

Lesa Hagsjána í heild:

Vinsælar eignir

Skoða eignina Rauðagerði 64
Skoða eignina Rauðagerði 64
Rauðagerði 64
108 Reykjavík
280.8 m2
Einbýlishús
724
604 þ.kr./m2
169.700.000 kr.
Skoða eignina Miðleiti 4
Bílskúr
Skoða eignina Miðleiti 4
Miðleiti 4
103 Reykjavík
149.2 m2
Fjölbýlishús
413
582 þ.kr./m2
86.900.000 kr.
Skoða eignina Álfhólsvegur 56
Álfhólsvegur 56
200 Kópavogur
167.3 m2
Einbýlishús
624
747 þ.kr./m2
125.000.000 kr.
Skoða eignina Borgartún 24 - íbúð 302
Borgartún 24 - íbúð 302
105 Reykjavík
61.9 m2
Fjölbýlishús
211
1000 þ.kr./m2
61.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin