Þriðjudagur 1. apríl
Fasteignaleitin

Húsnæðisverð og þyngdarafl launa

01 október 2024
Mynd af Halldór Kári Sigurðarson
Halldór Kári Sigurðarson
Hagfræðingur Húsaskjóls
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka að raunvirði og stendur árstakturinn nú í 5,4% sem er vel yfir 2,2% meðalhækkun undanfarinna 30 ára. En eru áframhaldandi hækkanir í kortunum?
Heimildir: HMS, Hagstofa Íslands og Húsaskjól

Heimildir: HMS, Hagstofa Íslands og Húsaskjól

Íbúðaverð hefur hækkað 54% umfram laun síðan árið 2016 og sá efnahagslegi veruleiki ætti að virka sem akkeri á markaðinn. Þó er ekki hægt að segja annað en að þetta akkeri hafi reynst léttvægt gagnvart öðrum kröftum á markaðnum undanfarin misseri, líkt og góðu aðgengi að ódýru lánsfé á tímum heimsfaraldursins, fólksfjölgun og Grindavíkuráhrifunum.
Eftir verðbólgutölurnar í síðustu viku má teljast ljóst að vaxtalækkanir eru handan við hornið. Á meðan verðtryggð lán eru hluti af íslensku lánaumhverfi er skynsamlegra að Seðlabankinn tempri húsnæðismarkaðinn í gegnum aðgengi að lánsfé frekar en með breiðvirku tæki líkt og stýrivöxtum. Þar af leiðandi væri eðlilegt að peningastefnunefnd myndi ekki láta húsnæðisverðshækkanir stöðva sig í að hefja vaxtalækkanir á þessu ári hvort sem það verður í þessari viku eða seinna á árinu.
Takmarkað aðgengi að lánsfé vegna reglna Seðlabankans um hámarksgreiðslubyrði er það sem heldur frekar aftur að lántökum heimilanna en vaxtastigið og því munu vaxtalækkanir ekki hafa mikil áhrif á húsnæðisverð nema þá mögulega í gegnum væntingar.
Grindavíkuráhrifin eru að fjara út, sölutími eigna er að byrjaður að lengjast aftur og eignum til sölu fjölgar. Undirritaður telur því að hægja taki á húsnæðisverðshækkunum og framundan séu mjög hóflegar nafnverðshækkanir. Uppi eru skiptar skoðanir á því hvort það sé verið að byggja nóg þegar horft er til lengri tíma. Í því samhengi er vert að benda á að það er mjög óljóst hvernig „nóg“ er skilgreint og áhrifin af því að minna af nýjum íbúðum sé í pípunum koma í öllu falli ekki fram fyrr en um mitt ár 2026.
Fyrir hönd Húsaskjóls,
Halldór Kári Sigurðarson

Vinsælar eignir

Skoða eignina Rauðagerði 64
Skoða eignina Rauðagerði 64
Rauðagerði 64
108 Reykjavík
280.8 m2
Einbýlishús
724
641 þ.kr./m2
179.900.000 kr.
Skoða eignina Ólafsbraut 50
Bílskúr
Skoða eignina Ólafsbraut 50
Ólafsbraut 50
355 Ólafsvík
206.1 m2
Einbýlishús
625
266 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Skoða eignina Lágholtsvegur 3
Skoða eignina Lágholtsvegur 3
Lágholtsvegur 3
107 Reykjavík
187.8 m2
Einbýlishús
725
903 þ.kr./m2
169.500.000 kr.
Skoða eignina Smyrilshlíð 18
Bílastæði
Opið hús:01. apríl kl 16:30-17:00
Skoða eignina Smyrilshlíð 18
Smyrilshlíð 18
102 Reykjavík
69.9 m2
Fjölbýlishús
211
1143 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin