Fallegt og sjarmerandi 113,8 fm einbýlishús sem hefur verið mikið endurnýjað undanfarin ár. Húsið stendur hátt og með góðu útsýni yfir miðbæ Ísafjarðar. Möguleiki á leigutekjum.
Fallegt og sjarmerandi 113,8 fm einbýlishús sem hefur verið mikið endurnýjað undanfarin ár. Húsið telur aðalhæð, risloft og kjallara og í húsinu eru fjögur svefnherbergi. Tvö svefnherbergi í rishæð. Aðalhæð er með eldhúsi, stofu og baðherbergi. Neðri hæð er með tveimur svefnherbergjum, þvottahúsi og baðherbergi. Skipting eignar er 93,8 fm hús og 20 fm geymsla í garði sem þarfnast endurnýjunar.
Húsið var á sínum tíma flutt frá Hornströndum til Ísafjarðar.
Auk þess er í garðinum tvö smáhýsi 15m2 bæði. Bæði nothæf sem herbergi. Vel einangruð og í stíl við stóra húsið. Bæði með klósetti og handlaug.
Komið er inn í anddyri á aðalhæð. Stofa, borðstofa og eldhúsi eru í sameiginlegu opnu rými með lökkuðu viðargólfi. Nýleg innrétting er í eldhúsi. Baðherbergið er með flísalagt gólf, innréttingu og sturtuklefa.
Upp á rislofti eru tvö svefnherbergi, annað nokkuð rúmgott ásamt góðum geymslum undir súð.
Kjallarinn er tvö herbergi. Sérinngangur er á neðri hæð sem býður upp á möguleika um leigu. Baðherbergi á neðri hæð jafnframt. Einnig er rúmgott rými þar sem er aðstaða fyrir þvottavél og inntak fyrir heitt og kalt vatn og rafmagnstöflu.
Húsið var endurbætt fyrir nokkrum árum og þar á meðal var eftirtalið endurnýjað: Vatns-, ofnalagnir og ofnar. Rafmagnstafla ásamt lögnum, rofum og tenglum. Innréttingar og tæki í eldhúsi og baði. Gluggar og útihurðir.
Frekari upplýsingar hjá info@formali.is
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
17/05/2023 | 27.250.000 kr. | 25.000.000 kr. | 113.8 m2 | 219.683 kr. | Nei |
26/08/2021 | 15.850.000 kr. | 32.000.000 kr. | 113.8 m2 | 281.195 kr. | Já |
07/03/2019 | 13.300.000 kr. | 25.000.000 kr. | 113.8 m2 | 219.683 kr. | Já |
06/02/2017 | 10.700.000 kr. | 6.800.000 kr. | 113.8 m2 | 59.753 kr. | Nei |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
400 | 99.5 | 49,9 | ||
340 | 124.6 | 51 |