Þriðjudagur 1. júlí
Fasteignaleitin
Skráð 26. júní 2025
Deila eign
Deila

Efstahlíð 27

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-221
190 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
132.900.000 kr.
Fermetraverð
699.474 kr./m2
Fasteignamat
106.400.000 kr.
Brunabótamat
95.400.000 kr.
Mynd af Guðlaugur Jónas Guðlaugsson
Guðlaugur Jónas Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1995
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2222909
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Tveir gluggapóstar á suðurhlið hússins skemmdir.  Móðumyndun í tígulglugga í svefnherbergi 
Þak
Upprunalegt
Svalir
Já, morgun sól og útsýni
Upphitun
Hefðbundið ofnakerfi
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Tveir gluggapóstar á suðurhlið hússins skemmdir. Komin er móðumyndun í tígulglugga sem er staðsettur inn í hjónaherberginu. Kominn er tími á endurnýjun á gólfefnum á hluta hússins. 
Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:

Vel skipulagt og vel staðsett 6. herbergja 190,0 fm. parhús á tveimur hæðum á flottum útsýnisstað í Setberginu í Hafnarfirði, þar af er bílskúrinn 30,0 fm.

Hellulagt er fyrir framan bílskúr og innganginn í húsið. Það er stór og góð timburverönd að bakatil við húsið með skjólveggjum, geymsluskúr og heitum potti. Lóðin er mjög vel staðsett og er 742,1 fm. að stærð. 

Herbergin eru fjögur, stofurnar eru tvær og baðherbergin tvö. Auk þess er sér þvottahús og stór hol/alrými á sitt hvorri hæðinni. 

Smelltu á linkinn til að skoða húsið í 3D

Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661 6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.is

Nánari lýsing: 
Forstofa er með dökkum flísum á gólfi og fatahengi. Inn af forstofu er sér þvottahús með opnanlegum glugga, dúkur þar á gólfi og öryggisniðurfall. Frá forstofu er gengið inn í opið hol með harðparket á gólfi og aðgengi að öðrum rýmum hússins. Baðherbergi neðri hæðar er með flísum á bæði gólfi og á veggjum, sturta, baðinnrétting með handlaug, spegill með lýsingu í og upphengt salerni. Í eldhúsinu er U-laga innrétting ásamt glugga í norður sem gefur góða birtu inn. Harðparket er þar á gólfi og gott skápa og vinnupláss er í innréttingu. Bökunarofn er í vinnuhæð, tengi og aðstaða fyrir uppþvottavél og ísskáp. Helluborð og háfur. Borðstofan er með harðparket á gólfi og opin inn í bæði eldhús og inn í stofu. Þar er gluggi í austur. Stofan er mjög rúmgóð og björt með harðparket á gólfi. Frá stofu er svalardyr sem vísa út á skjólgóða timburverönd sem snýr í suður og er líka opin fyrir sól í vestur. Þar er heitur pottur, grasflöt og geymsluskúr sem nýtist vel. Lóðin nær lengra en skjólveggir gefa til kynna eða alveg að stóru trjánum á lóðinni. Hægt væri því að stækka/færa skjólveggi sem því nemur fyrir þá sem áhuga hafa fyrir því. Steyptur stigi er upp á aðra hæð hússins, harðparket þar á þrepum.  Á efri hæð er gengið inn mjög rúmgott og bjart alrými með hátt til lofts og harðparket á gólfi ásamt útgengi út á svalir í austur með mikið og flott útsýni. Svefnherbergin fjögur eru öll mjög rúmgóð. Fataskápar inn í hjónaherberginu og inn í einu herberginu. Baðherberbergi efri hæðar er með dökkum flísum á gólfi og við baðkarið. Upphengt salerni, innrétting með handlaug ásamt spegli þar fyrir ofan og baðskáp þar við hlið. Tveir opnanlegir gluggar eru á baðherberginu. Yfir stigaopinu er milliloft/geymsluloft, aðgengi að því er frá hjónaherberginu. 

Sjá hér upplýsingar um þær helstu framkvæmdir sem farið hefur verið í af núverandi eiganda: 
Innlagnaefni (tenglar og rofar) endurnýjað að mestu leyti. Ný loftaklæðning sett í alrými efri hæðar og inn í hjónaherbergi (lagt var þar fyrir innfeldum ljósum í alrými og hjónaherbergi) sem og búið er að leggja fyrir lýsingu í fataskápa inn í hjónaherbergi.
Í þvottahúsinu var settur upp nýr ofn og laus dúkur settur þar á gólf í þvottahúsi (undir er málað gólf með öryggisniðurfalli). Í bílskúr eru nýjar innréttingar og sett var þar upp ný pottastýring fyrir heita pottinn 
Húsið var málað að utan árið 2022. 

Nánari upplýsingar: Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali í síma 661-6056, gulli@remax.is 

Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.


 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
20/03/202391.550.000 kr.116.000.000 kr.190 m2610.526 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1995
30 m2
Fasteignanúmer
2222909
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
12.100.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Furuvellir 4
Bílskúr
Skoða eignina Furuvellir 4
Furuvellir 4
221 Hafnarfjörður
198.1 m2
Einbýlishús
614
669 þ.kr./m2
132.500.000 kr.
Skoða eignina Axlarás 37
Bílskúr
Skoða eignina Axlarás 37
Axlarás 37
221 Hafnarfjörður
237.6 m2
Raðhús
726
614 þ.kr./m2
146.000.000 kr.
Skoða eignina Axlarás 35
Bílskúr
Skoða eignina Axlarás 35
Axlarás 35
221 Hafnarfjörður
237.6 m2
Raðhús
726
614 þ.kr./m2
146.000.000 kr.
Skoða eignina Axlarás 33
Bílskúr
Skoða eignina Axlarás 33
Axlarás 33
221 Hafnarfjörður
237.6 m2
Raðhús
726
614 þ.kr./m2
146.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin