Fasteignasalan TORG og Helgi Jónsson lgfs 780-2700 kynna :
Gullfallegt og vandað tveggja hæða raðhús við Sandbakka 12 á Höfn í Hornafirði. Húsið er staðsteypt, skráð 134,2fm, byggt 1994. Stórar verandir eru beggja vegna hússins. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús/geymslu og á efri hæð eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi og sjónvarpshol. Svalir eru frá einu herbergjana. Nánari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á Helgi@fstorg.is
NÁNARI LÝSING :
Neðri hæð:Forstofa með fataskáp, flísar á gólfi. Hol með parketi á gólfi. Rúmgóð og björt stofa með parketi á gólfi, útgengt út á stóra vestur verönd með skjólveggjum. Eldhús og borðstofa mynda eitt rými, parket á gólfum. Eldhúsið er með snyrtilegri innréttingu með sprautulökkuðum hurðum, tengi fyrir uppþvottavél, flísar á milli skápa. Innaf eldhúsi er gott þvottahús með máluðu gólfi, útgengt út í afgirtan garð með verönd og sjólveggjum. Baðherbergi með sturtu, innréttingu við vask, flísar á gólfi og veggjum. Á milli hæða er steyptur stigi með parketi á gólfi.
Efri hæð:Komið er upp í gott sjónvarpshol með parketi á gólfi, upptekið loft með þakglugga. Hjónaherbergi með skápum, parket á gólfi. Tvö góð svefnherbergi, parket á gólfi. Útgengt er frá öðru herbergjana út á vestur svalir með mjög fallegu útsýni út á fjörðinn og til jökla. Baðherbergi með hornbaðkari, innréttingu við vask, flísar á gólfi og baðþiljum á veggjum.
Lóðin er með skjólveggjum og pöllum bæði við báða innganga. Bifreiðastæðið er malbikað og bílskúrsréttur fylgir þessari íbúð.
Húsfélag er virkt í raðhúsinu og er sameigninlega staðið af utanhússviðgerðum og málningu.
Húsið var málað að utan 2024. Skipt var um allt gler og lista 2023. Fasteignamat fyrir 2026 verður 55.350.000.-kr.
Mjög snyrtileg og vel skipulögð eign í göngufæri við alla helstu þjónustu.Nánari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á Helgi@fstorg.is