Fasteignasalan TORG kynna: Glæsilega og bjarta 3ja herbergja íbúð skráð 79,4 m2 á efstu hæð með sérinngangi af svalagangi í nýbyggingu við Hringhamar 1, Hafnarfirði. Hringhamar er nýtt 4. hæða lyftuhús sem er frábærlega vel staðsett í Hamraneshverfi í Hafnarfirði. Um er að ræða 24 íbúðir og íbúðirnar eru frá 68,4 til 86,9 fm. Íbúðirnar skilast fullfrágengnar með gólfefni á anddyri,baðherbergi og/þvottaherbergi, geymslu/búr en að öðru leyti án gólfefna. Hringhamar 1 er 4ra hæða álklætt fjölbýlishús með lyftu og sérinngangi af svalagangi. Í húsinu eru 2ja og 3ja herbergja íbúðir. Íbúðirnar hafa annaðhvort svalir eða verönd. Tvennar svalir fylgja sumum íbúðum. Sérgeymslur eru í íbúðunum sjálfum. Hjólageymsla verður á jarðhæð. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar við kaupsamning. Myndirnar sýna dæmi um frágang.
Traustur byggingaaðili Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. Allar nánari upplýsingar og skoðun veitir Sigríður Rut löggiltur fasteignasali í gsm: 699-4610 eða siggarut@fstorg.is og Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 / Helgi@fstorg.is
Nánari lýsing
Nánari lýsing
Íbúð 401 á efstu hæð með suðursvölum Íbúðin er skráð 79,4 m2, þar af er geymsla innan íbúðar. Íbúðin skiptist í forstofu, 2 svefnherbergi með skápum, baðherbergi með góðri innréttingu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara og aðalrými með eldhúsi með fallegri innréttingu , stofu /borðstofu og geymsla/búr. Frá stofu er útgengt út á svalir til suðurs. Fallegar innréttingar frá GKS þýskar innréttingar þar sem sýnilegar hliðar verða í Nero oak eða hvítum lit, AEG eldhústæki, spanhelluborð, ofn með blæstri, örbylgjuofn og innbyggð uppþvottavél og ísskápur, og blöndunartæki og vaskur frá Tengi. Íbúðin skilast með flísum á gólfi anddyri , baðherbergi og þvottaherbergi, geymslu/búr frá Parka. Sameiginleg hjóla- og vagnageymslu. Frábær staðsetning þar sem stutt er í Skarðshlíðarskóla. Sjá nánar skilalýsingu. Afhent við kaupsamning.
Allar nánari upplýsingar og skoðun veitir Sigríður Rut löggiltur fasteignasali í gsm: 699-4610 eða siggarut@fstorg.is og Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 / Helgi@fstorg.is
Nánari lýsing
SKILALÝSING
Frágangur íbúða innanhúss
1.1 Gólfefni Íbúðin verður afhent án gólfefna, nema á baðherbergi, þvottahúsi, búr/geymslu og anddyri. Þar verða flísar 600*600 mm frá Parka.
1.2 Veggir Útveggir íbúðarinnar eru sandsparslaðir. Léttir innveggir eru hlaðnir úr vikur- eða gjallplötum, grófpússaðir og sandsparslaðir eða hefðbundnir gipsplötuveggir sparslaðir. Veggir eru grunnaðir og málaðir með tveimur yfirferðum af akrýlmálningu, gljástig 5 eða sambærilegt.
1.3 Loft Steypt loft eru slípuð, og slétt sandspörtluð. Loft eru grunnuð og máluð með tveimur yfirferðum af plastmálningu, gljástig 2 eða sambærilegt. Loft og veggir á baðherbergjum og þvottahúsum eru máluð með viðurkenndri votrýmismálningu.
1.4 Gler Tvöfalt hefðbundið K-gler, verksmiðjugler er í öllum gluggum. Ábyrgð framleiðanda er samkvæmt skilmálum Bykó glerframleiðanda. Við kaup íbúðar yfirtekur/taka kaupandi/kaupendur ábyrgð framleiðanda.
1.5 Sólbekkir Sólbekkir verða þar sem við á úr plastlögðum spónaplötum.
1.6 Hurðir Innihurðar eru yfirfelldar, sléttar og sprautulakkaðar hvítar. Hurðir eru frá PARKA.
1.7 Fataskápar Fataskápar eru í herbergjum og forstofu. Þeir koma frá GKS – gamla kompaníið, sýnilegar hliðar eru í Nero oak lit. Í fataskápum eru ýmist hillur og útdraganlegar skúffur ásamt fataslá.
1.8 Eldhús Eldhúsinnrétting er frá GKS – gamla kompaníið, þýskar innréttingar þar sem sýnilegar hliðar verða í Nero oak eða hvítum lit. Eldhús eining er í Nero oak og hvítum lit en eyja í Nero oak. Borðplötur eru harðplastlagðar með slitsterku plasti og kantlímdar með álímingum úr ABS thermo plasti. Ath. hér er ekki ráðlegt að leggja heita hluti beint á borðplöturnar, heldur nota hitaplatta eða sambærilegt. Milli borðplötu og efri skápa í eldhúsi er litað gler á veggjum. Eldhúsinnrétting skilast með blöndunartæki og vaski frá Tengi. . Einnig mun fylgja AEG spanhelluborð, AEG ofn með blæstri, AEG örbylgjuofn, AEG innbyggð uppþvottavél, AEG kæliskápur ásamt Airforce F18 LUCE ljósgufugleypi eða Airforce viftu Ciak þar sem við á. Öll eldhústæki eru frá Bræðrunum Ormsson.
Baðherbergi og þvottahús Á sameiginlegu baðherbergi og þvottahúsi er gólf flísalagt og verða veggir flísalagðir upp í loft. Inn á sér þvottahúsum er gólf flísalagt. Innrétting er frá GKS – gamla kompaníið, sýnilegar hliðar verða í Nero oak og hvítum lit. Á sameiginlegu baðherbergi og þvottahúsi verða ýmist speglaskápar með led lýsingu eða speglar þar sem við á. Borðplötur eru harðplastlagðar með slitsterku plasti og kantlímdar með álímingum úr ABS thermo plasti. Sameiginlegt baðherbergi og þvottahús er með handlaug og blöndunartækjum í borðplötu, vegghengdu salerni, innbyggðu baðtæki í sturtu, handklæðaofni og glerskilrúmi við sturtu. Niðurföll eru í gólfum þ.e. öryggisniðurfall og niðurfall í sturtu. Inn á sameiginlegu baðherbergi og þvottahúsi, og sér þvottahúsi er niðurfall í gólfi og tengingar fyrir þvottavél og þurrkara, gert er ráð fyrir barkalausum þurrkara. Öll hreinlætistæki eru frá Tengi s.b. tækjalista.
1.10 Sérgeymsla Geymslur eru innan hverrar íbúðar.
1.11 Hitakerfi Íbúðirnar eru upphitaðar með gólfhita en sameign með ofnakerfi skv. teikningum. Gólfhita[1]og ofnakerfi með hitastýrðum lokum er í sameign.
1.12 Loftræsti-, vatns- og þrifalagnir Loftræsti-, vatns, - og þrifalagnir eru frágengnar skv. teikningum. Forhitari er á heitu neysluvatni.
1.13 Rafmagns- og sjónvarpslagnir Rafmagns- og sjónvarpslögn fylgir frágengin með loftstengil er í alrými. Síma- og tölvutengill er í alrými og herbergjum, ljósleiðari er í húsinu. Innfelld lýsing í stofu og eldhúsi er dimmanleg.
2 Frágangur sameignar
2.1 Hjóla- og vagnageymslur, lyftuhús, stigahús og altangangar. Hjóla- og vagnageymslur ásamt tækjaklefa eru sérrými á 1. hæð með aðgengi að utan. Veggir að innan eru múraðir og málaðir, gólffletir eru slípaðir og lagðir með epoxy efni. Lyfta upp á 4. hæð er staðsett í lokuðu lyftuhúsi fyrir miðju hússins. Gólf í lyftuhúsi eru flísalögð og steyptir innveggir hreinsaðir, slípaðir og málaðir. Opið stigahús er upp úr miðju húsinu með aðgengi á altangöngum. Á altangöngum koma glerskjól með handriði og lagðar eru flísar á gólffleti á grind. Veggir í stigahúsi og altangöngum eru klæddir með timburklæðningu. Raflögn í sameign er frágengin samkvæmt teikningum.
2.2 Hurðir Hurðir inn í lyftuhús og í sameiginlega hjóla- og vagnageymslu fylgja frágengnar. Aðalhurðir inn í lyftuhús er úr áli með mótorknúinni hurðarpumpu. Álkæddar timburhurðir koma í sameiginlega hjóla- og vagnageymslu.
2.3 Lyftur Fólkslyftan í húsinu er af gerðinni Mono Space 500 frá Kone.
2.4 Bílastæði
Bílastæði á jörð eru 29 talsins, þar af eru 3 bílastæði merkt hreyfihömluðum og eitt aukastæði. Lagnaleið er fyrir mögulega rafhleðslutengingu við hvert bílastæði.
2.5 Hjóla- og vagnageymslur Steyptir veggir í hjóla- og vagnageymslu eru hreinsaðir, múraðir og málaðir. Gólf eru slípuð og lögð epoxy efni.
2.6 Sorp og sorpgeymslur Tveir tvöfaldir djúpgámar fyrir fjórflokkun er komið fyrir innan lóðar við götu. Snjóbræðsla er að sorpgámum.
3 Frágangur utanhúss
3.1 Klæðning og einangrun Útveggir eru einangraðir ýmist að utan- eða innanverðu eftir því sem við á og álklætt að mestu að utan. Stiga- og altangangar eru timburklæddir.
3.2 Steypt þak
Þakplata er steypt með vatnshalla að niðurföllum. Ofan á steypta plötu kemur tvöfalt lag af eldsoðnum tjörupappa. Einangrun er 200 mm rakaþolin þrýstieinangrun. Ofan á einangrun kemur vatnsvarnardúkur með öndun. Einangrun er fergð með sjávarmöl/völusteinum. Niðurföll eru tengd regnvatnslögn.
3.3 Svalir
Svalagólf eru flísalögð með 20mm steinflísum stærð 600*600 mm á timburgrind. Svalahandrið eru úr áli og gleri. Útiljós og rafmagnstengill er á svölum. Svalaloft eru slípuð, grunnuð og máluð.
3.4 Svalalokun
Kaupendum er heimilt er að koma fyrir svalalokun án pósta á svölum. Lögð er áhersla á samræmt útlit. Sem viðmið er bent á kerfið Lumon frá Ál og gler eða sambærilegt.
3.5 Gluggar og hurðir
Gluggar eru álklæddir timburgluggar, settir í eftir á. Svalahurðir eru álklæddar og málaðar tréhurðir. Sama á við um opnanleg gluggafög þ.e. álklædd og máluð tréfög allt að fullu frágengið með þéttiköntum.
3.6 Lóð
Lóð er fullfrágenginn samkvæmt leiðbeinandi teikningu landslagsarkitekts. Stéttar næst húsi og að/með bílastæði eru hellulagðar. Snjóbræðsla er að mestu undir hellulögn, að sorpgámum og í bílastæðum fatlaðra. Bílastæði eru malbikuð og máluð.
4 Hönnuðir
· Arkitekt: Guðmundur Gunnlaugsson, Archus arkitektar
Verkfræðihönnun: Sigurður Hafsteinsson, VEKTOR – hönnun & ráðgjöf
· Raflagnahönnun: Sveinbjörn Einarsson, Tesla ehf.
· Lóðahönnun: Inga Rut Gylfadóttir, Landslag ehf.
Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. (www.bygg.is).
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2700,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.
4. Umsýsluþóknun skv. gjaldskrá fasteignasölu.