Sunnudagur 6. júlí
Fasteignaleitin
Skráð 2. júlí 2025
Deila eign
Deila

Birkihæð 7

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
308.8 m2
9 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
248.900.000 kr.
Fermetraverð
806.023 kr./m2
Fasteignamat
184.400.000 kr.
Brunabótamat
141.150.000 kr.
GT
Guðmundur Th. Jónsson
Lögg. fasteiganasali
Byggt 1991
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2069312
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Þakjárn
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Stórar suðursvalir
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega glæsilegt, mjög vandað og frábærlega staðsett 308,8 fermetra einbýlishús, fjölskylduhús, á tveimur hæðum, með góðum möguleika á aukaíbúð á hluta neðri hæðar, við Birkihæð í Garðabæ.

Eignin stendur á glæsilegri og fallega ræktaðri 925,0 fermetra lóð með skjólsælum veröndum til suðurs, hellulagðri innkeyrslu og stéttum með hitalögnum undir, gosbrunni, fallegri lýsingu og fallegum gróðri.


Lýsing eignar:
Gengið er inn á neðri hæð hússins, sem er 105,0 fermetrar að stærð auk 49,0 fermetra bílskúrs.
Forstofa, flísalögð og þaðan innangengt í bílskúr.
Bílskúr, er 49,0 fermetrar að stærð með gluggum, hillum, mótor á hurð, niðurfalli í gólfi og rennandi heitu og köldu vatni.
Geymsla / vínkjallari, innaf bílskúr er með kælikerfi.
Hol, parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Geymsla, undir innistiga.
Gangur, parketlagður. 
Herbergi I, parketlagt og stórt.  Þetta herbergi er á teikningum tvö mjög rúmgóð herbergi, en þau hafa verið sameinuð í eitt rými. 
Herbergi II, parketlagt og í þessu rými eru lagnir fyrir eldhús.
Herbergi III, innaf herbergi II, er parketlagt og rúmgott.
Sjónvarpsstofa, með glugga, parketlögð og rúmgóð.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, innrétting og sturtuklefi.

Frá holi neðri hæðar er gengið upp á efri hæð hússins um steyptan parketlagðan og fallegan stiga. 

Samliggjandi stofur, mjög stórar, bjartar og parketlagðar. Miklir gluggar til suðurs og útgengi á stórar svalir til suðurs og vesturs með steyptum veggjum og glerhandriði. Frá stofum og af svölum nýtur mjög fallegs útsýnis út á sjóinn, að Álftanesi og víðar.
Herbergi III, stórt, parketlagt og með útgengi á baklóð hússins.
Eldhús, flísalagt og bjart, opið að hluta við borðstofu.  Mjög falleg sérsmíðuð innrétting með graníti á borðum og mosaik á milli skápa, innbyggðri uppþvottavél, tveimur ofnum og gert ráð fyrir tvöföldum ísskáp.  Loft í eldhúsi eru tekin niður að hluta og með innfelldri lýsingu.
Borðstofa, flísalögð, björt og rúmgóð.
Gangur, parketlagður og með sérsmíðuðum skenk og skáp á einum vegg.
Hjónaherbergi, parketlagt og stórt með fataskápum.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, nýlegar innréttingar og baðkar með sturtuaðstöðu.
Þvottaherbergi, með glugga, lakkað gólf, góð innrétting með vaski og stæðum fyrir vélar vinnuhæð. Sturta er í þvottaherbergi og úr þvottaherbergi er útgengi á baklóð hússins.

Húsið að utan er í góðu ástandi og tiltölulega nýlega málað.   Þakjárn er í góðu ástandi sem og þakkantur, gler og gluggar og hefur viðhaldi hússins að utan alltaf verið vel sinnt. 

Lóðin, sem er 925,0 fermetrar að stærð, er virkilega glæsileg, ræktuð og vel hirt með fallegum gosbrunni á framlóð.  Hellulögð innkeyrsla og stéttar fyrir framan hús með hitalögnum undir. Tvær skjósælar verandir eru á framlóð, hellulögð og viðarverönd með hlöðnum veggjum og skjólvegg úr viði. 
Baklóð er ræktuð með tyrfðri flöt, fallegum gróðri, háum trjám norðan við húsið sem veitir mikið skjól fyrir norðanátt og hlöðnum veggjum. 

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum, grónum og rólegum stað í Hæðahverfinu í Garðabæ þaðan sem stutt er í leikskóla, Hofstaðaskóla, FG, verslun Krónunnar, út á aðalbrautir og í fallegar gönguleiðir.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Sunnuflöt 42
Bílskúr
Skoða eignina Sunnuflöt 42
Sunnuflöt 42
210 Garðabær
277.1 m2
Einbýlishús
623
971 þ.kr./m2
269.000.000 kr.
Skoða eignina Keldugata 1
Bílskúr
Skoða eignina Keldugata 1
Keldugata 1
210 Garðabær
319.8 m2
Einbýlishús
745
763 þ.kr./m2
244.000.000 kr.
Skoða eignina Mávanes 16
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Mávanes 16
Mávanes 16
210 Garðabær
313.2 m2
Einbýlishús
726
798 þ.kr./m2
250.000.000 kr.
Skoða eignina Rjúpnahæð 15
3D Sýn
Skoða eignina Rjúpnahæð 15
Rjúpnahæð 15
210 Garðabær
259.5 m2
Einbýlishús
825
882 þ.kr./m2
229.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin