Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Fallegt 174,2 m2 einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr við Arnartanga 11. Birt stærð eignar er 174,2 m2, þar af er íbúð 138,6 m2 og bílskúr 35,6 m2. Bílskúrinn er í dag nýttur að hluta sem stúdíóíbúð.
Íbúðarhlutinn skiptist í forstofu, gang/hol, eldhús, stofu, borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Bílskúrinn skiptist í dag í forstofu, svefnherbergi með eldhúsinnréttingu og dúk á gólfi og baðherbergi með salerni, vask og sturtu. Hluti bílskúrsins er stúkaður af og nýttur sem geymsla. Innkeyrslan hellulögð og garðurinn fallegur og skjólsæll með hellulögðum veröndum og geymsluskúr. Húsið er vel staðsett í vinsælu og grónu hverfi í Mosfellsbæ, stutt frá skóla, leikskóla, verslun og allri helstu þjónustu. Smelltu hér til að fá söluyfirlit sentEndurbætur á húsinu samkvæmt upplýsingum seljenda: Þakjárni og þakpappa skipt út fyrir ca. 3 árum. Baðherbergið var endurnýjað fyrir ca. 2 árum.
Nánari lýsing:
Forstofa með flísum á gólfi og fataskápum.
Gangur/hol er með parket á gólfi.
Eldhús er með parketi á gólfi og hvítri innréttingu, ofni, helluborði og háfi. Gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu.
Stofa er með parketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á hellulagða verönd og garð í suðurátt.
Borðstofa er með parketi á gólfi. Úr borðstofu er útgengt á hellulagða verönd og garð í vesturátt.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með fallegri innréttingu, handklæðaofni, vegghengdu salerni og sturtuklefa. Gluggi er á baðherbergi.
Svefnherbergi nr. 1 (hjónaherbergi) er rúmgott með korkflísum á gólfi og fataskápum.
Svefnherbergi nr. 2 er rúmgott með parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 3 er rúmgott með parket á gólfi. Er í dag nýtt sem sjónvarpsherbergi.
Þvottahús er flísalag með skápum og rými fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla, aðgengi í hana er um inngönguhurð á bílskúrshurð.
Bílskúr/Stúdíóíbúð:
Forstofa (sérinngangur) með flísum á gólfi.
Svefnherbergi nr. 4 er með L-laga eldhúsinnréttingu, fataskáp og dúk á gólfi.
Baðherbergi með salerni, skolvaski og sturtu.
Góður ca. 10 m2
geymsluskúr er á lóð.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir 2026 er kr. 120.300.000.
Verð kr. 126.900.000,-