Mánudagur 16. september
Fasteignaleitin
Skráð 11. sept. 2024
Deila eign
Deila

Laufásvegur 7

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
526 m2
14 Herb.
7 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
490.000.000 kr.
Fermetraverð
931.559 kr./m2
Fasteignamat
202.250.000 kr.
Brunabótamat
171.300.000 kr.
Byggt 1918
Þvottahús
Garður
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2006558
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
St+hlaðið
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
endurnýjað að hluta
Raflagnir
endurnýjað að mestu
Frárennslislagnir
endurnýjað að hluta
Gluggar / Gler
ágætt
Þak
endurnýjað að hluta
Svalir
Upphitun
hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
LIND Fasteignasla kynnir í einkasölu:
Algerlega einstaka fasteign við Laufásveg 7 í Reykjavík með mikla sögu. 
Húsið er byggt  úr íslensku grágrýti eins og Alþingi Íslendinga.
Hægt er að panta einkaskoðun hjá Guðmundi: gudmundur@fastlind.is s.898-5115
Hér má skoða eignina í þrívídd

Margrét Zoëga lét reisa húsið og þar bjuggu Valgerður dóttir hennar og eiginmaður, Einar Benediktsson skáld.
Seinna var
 Tónlistarskólinn í Reykjavík í húsinu og þar á eftir Menntaskólinn í Reykjavík.
Jens Eyjólfsson teiknaði og byggði húsið og fékk það nafnið Þrúðvangur. Einstakur arkitektúr með virðulegu steinsteypuskrauti.
Húsinu hefur verið haldið vel við og mikið endurnýjað. Svona hús verður sennilega aldrei byggt aftur.
Fimm hundruð tuttugu og sex fm hús, mikil lofthæð (3,2m) sjö svefnherbergi, sjö stofur, þrjú baðherbergi ásamt gestasalerni.
Jarðhæð/Aukaíbúð: Sérinngangur í aukaíbúð. Flísalögð forstofa og gangur, tvö baðherbergi, rúmgott eldhús, borðstofa og stofa, þrjú svefnherbergi ásamt vinnurými/sjónvarpsrými.
Aðalhæð: Forstofa með marmaraflísum á gólfi og fallegum gluggum. Úr forstofu er gengið inn í hol með marmaraflísum þar tekur á móti manni voldugur stigi. Gestasalerni í holi.
Stofur: Tvær rúmgóðar (50 fm) parketlagðar stofur með fallegum arni skrautlistum í lofti, útskornum hurðum og rismyndum eftir Ríkarð Jónsson.
Dagstofa: Tuttugu og átta fm stofa.
Eldhús og borðstofa: Samliggandi tæpir þrjátíu fm, mikil lofthæð.
Önnur hæð: Aukin lofthæð. Voldugur stigi milli hæða, fjögur svefnherbergi ásamt baðherbergi og þvottahúsi. Útgengt á þrjátíu fm skjólgóðar þaksvalir og tíu fm útsýnissvalir.
Risloft: Óinnréttað risloft með miklum möguleikum. Ævintýraland fyrir börn, vinnurými, skrifstofur, ásamt geymslurými. Gólfflötur 75 fm, u.þ.b 50 nýtanlegir fm.
Fallegir gluggar á göflum og kvistum hússins, tvö lítil herbergi. 
Við norðurhlið hússins er innkeyrsla með fjarstýrðu hliði og bílastæði ásamt hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla.
Búið er að teikna viðbót með tveimur stórum bílastæðum
.
Geymsla: Lítil geymsla baka til nýtt sem hjóla og verkfærageymsla
Lóð og  garður:
Lóðin er 564 fm. Fallegur og vel hirtur garður.
Allar upplýsingar veitir: Guðmundur Hallgrímsson s. 898-5115 gudmundur@fastlind.is
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin