Sunnudagur 31. ágúst
Fasteignaleitin
Skráð 8. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Húsey

Jörð/LóðNorðurland/Varmahlíð-561
395932.3 m2
Verð
Tilboð
Fasteignamat
1.285.000 kr.
Brunabótamat
144.639.000 kr.
Mynd af Þórarinn Halldór Óðinsson
Þórarinn Halldór Óðinsson
Lögg. fasteignasali
Fasteignanúmer
2140496
Húsgerð
Jörð/Lóð
Nes fasteignasala kynnir í einkasölu:

Jörðin Húsey í Skagafirði, 561 Varmahlíð.


Um er að ræða mjög vel staðsetta hlunnindajörð skammt frá Varmahlíð, í um 290 km akstursfjarlægð frá Reykjavík. Jörðin liggur milli Húseyjarkvíslar að vestan og Affallans að austan, sem er gamall farvegur Héraðsvatna. 
Byggingar á jörðinni eru reisulegt 2ja hæða íbúðarhús með tveimur íbúðum, fjárhús og hlaða. Tún jarðarinnar eru 39.5 ha.

Áhugasamir geta bókað skoðun í gegnum netfangið fastnes@fastnes.is eða í síma 497-0040.


Nánari lýsing:        
Jörðin er talin vera 124 ha að stærð samkvæmt Byggðasögu Skagafjarðar, en skráð stærð í landeignaskrá er 137.5 ha. Jörðin er öll sléttlend og grasi gróin. Landið er mjög frjósamt og þurrir bakkar með Húseyjarkvísl og Affallinum. Jörðin dregur nafn sitt af Húseyju, sem er landið sunnan við þar sem styst er milli Affalla og Húseyjarkvíslar en þar er einungis 10 - 15 metra haft á milli. Eyjan er öll graslendi og mestöll bakkaland. Byggingar og tún eru á norðari hluta landsins.
 
Húsey fylgir veiðiréttur í Húseyjarkvísl og á jörðin aðild að Veiðifélagi Húseyjakvíslar.  Arðskrárhlutur jarðarinnar í veiðifélaginu eru 89 einingar af 1000. Húseyjarkvísl er ein af bestu og gjöfulustu sjóbirtingsám landsins, en þar veiðast einnig hátt á annað hundrað laxar á ári.  Áin er þekktust fyrir rígvæna sjóbirtinga en þar veiðast einnig urriði og bleikja.  Meðalveiði síðustu ára er um 650 silungar sem telst allgott. Vinsældir Húseyjarkvíslar hafa aukist hin síðari ár og arður eftir ána farið vaxandi.
Margir góðir veiðistaðir eru fyrir landi jarðarinnar.  Þar má helst nefna Gömlu brú, Klapparhyl og Réttarhyl, sem er einn af bestu veiðistöðum árinnar.
Í Húseyjarkvísl er veitt á 3 stangir á sjórbirtingstímanum en 2 stangir um laxveiðitímabilið.
 
Byggingar á jörðinni:  
Íbúðarhús byggt 1953 á sérmetinni útskiptri lóð. Húsið er steinsteypt og klætt að utan og einangrað. Húsið skiptist í tvær íbúðareiningar, á efri og neðri hæð og er hvor hæðin sérmetin í fasteignaskrá, Húsey 1, 0101 F2506020 og 0201 F2506534.  
Neðri hæð skiptist í forstofu, rúmgott hol, eldhús, 2 svefnherbergi og stofu. Þar er parket á gólfum og upprunalegar innréttingar. 
Efri hæðin skiptist í hol, eldhús, baðherbergi og 4 herbergi. Þar eru teppi á gólfum í herbergjum en flísar í baðherbergi. Innréttingar eru upprunalegar að mestu.
Skipt hefur verið um þak á húsinu, útidyrahurðir og glugga á neðri hæð.
Fjárhús byggð 1967, 370.5 fm að stærð. Steinsteypt bygging óeinangruð en veggir og þak í góðu ásigkomulagi.
Hlaða byggð 1966, 274.0 fm að stærð. Steyptir veggir og moldargólf að hluta. Bygging í góðu ásigkomulag.
 
Hér er um mjög álitlega hlunnindajörð að ræða. Mikil tækifæri í ferðaþjónustu og hestatengdri starfsemi, enda er gríðarlega sterk hefð fyrir hrossarækt og hestamennsku í Skagafirði. Góð staðsetning og fallegt útsýni, góðar göngu og reiðleiðir. Örstutt í grunnskóla, íþróttamannvirki og aðra þjónustu í Varmahlíð.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
395000 m2
Fasteignanúmer
2140496
Húsmat
5.350.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
5.350.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Fasteignanúmer
2140496
Húsmat
1.640.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
1.640.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 1967
222.8 m2
Fasteignanúmer
2140496
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
3.380.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
3.380.000 kr.
Brunabótamat
16.650.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1945
Fasteignanúmer
2140496
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
164.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
164.000 kr.
Brunabótamat
754.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1966
274.1 m2
Fasteignanúmer
2140496
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
5.740.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
5.740.000 kr.
Brunabótamat
28.300.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1977
39.8 m2
Fasteignanúmer
2140496
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
77.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
77.000 kr.
Brunabótamat
1.345.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1967
149.7 m2
Fasteignanúmer
2140496
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
2.100.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
2.100.000 kr.
Brunabótamat
10.350.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1977
52.3 m2
Fasteignanúmer
2140496
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
327.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
327.000 kr.
Brunabótamat
2.240.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1953
94.4 m2
Fasteignanúmer
2506020
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
22.000.000 kr.
Lóðarmat
2.600.000 kr.
Fasteignamat samtals
24.600.000 kr.
Brunabótamat
40.800.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1953
99.2 m2
Fasteignanúmer
2506534
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
02
Númer eignar
01
Húsmat
22.700.000 kr.
Lóðarmat
2.690.000 kr.
Fasteignamat samtals
25.390.000 kr.
Brunabótamat
44.200.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin