ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina Suðurvellir 1, fallegt og skemmtilega skipulagt fjölskyldu einbýlishús. Birt stærð 176.5 fm en viðbygging er 8 fm samtals um 185 fm.
Eignin skiptist í forstofu, forstofuherbergi, gestasalerni, þvottahús, eldhús, borðstofur, stofa. Herbergjagangur er með þremur herbergjum, baðherbergi og gluggalausu útskotsrými. Innangengt er í bílskúr sem er með grifju.
Lóð er afgirt að framanverðu og við sólpall. Grasbali framan og aftan við hús. Töluvert af trjám og gróðri er á lóð. Gönguleiðir og bílastæði hellulagt. Sólpallur með innangengi inn í borðstofu. 8 fm kofi á lóð.
Staðsetning eignar er góð. Stutt gönguleið í Kjörbúð (Nettó - 2mínútur), ásamt sjoppu. Mjög stutt á stofnbraut sbr Reykjanesbraut. Eignin er staðsett í Heiðarskólahverfi.
Nánari upplýsingar veitir: Páll Þorbjörnsson Löggiltur fasteignasali, í síma 560-5501, tölvupóstur pall@allt.is.Töluvert endurnýjað og vel við haldin eign: *** Eignin var mikið endurnýjuð að innan árið 2009 og 2010.
*** Skipt um þakkant, járn á þaki, 2010
*** Klæðningu á austurhlið endurnýjuð (að framan) og anddyri stækkað á árunum 2010 og 2011.
*** Eirlagnir í hitakerfi og neysluvatni.
*** Loft upptekin í eldhúsi, stofu/alrými árið 2015
*** Tengibygging við bílskúr, þar sem herbergi var stækkað árið 2015.
*** Bílskúrshurð og bílskúrshurðaopnari endurnýjað 2017
*** Led lýsing sett í ljós þakkants.2017
*** Bílskur flísalagður, og grifja gerð að geymslu. 2019
*** Rafmagnstafla í bílskúr endurnýjuð 2024 ásamt bílhleðslustöð
*** Gönguhurð í bílskúr endurnýjuð 2024
*** Klæðning endurnýjuð á Suðurgafli við sólpall eignar 2025
Nánari lýsing eignar:Forstofa: var stækkuð (2010) og er flísalögð ásamt eikar-innréttingum.
Forstofuherbergi: Parketlagt með skáp.
Gestasalerni: Upphengt salerni flísalagt með Mosaic flísum, eikarinnréttingar og skolvaskur.
Eldhús: (Endurnýjað 2009/10)
Með eikarinnréttingum, bjart rými. Innangengt í þvottahús og í borðstofu. Gólf flísalagt.
Þvottahús: (Endurnýjað 2009/10)
Með góðri vinnuaðstöðu og gott skápapláss. Hvít innrétting með aðstöðu fyrir þurkara og þvottavél, útdraganlegt balaborð. Handklæðaofn. Gólf flísalagt. Útgengni út á baklóð. Inntök eignar eru í þvottahúsi.
Borðstofa: Flísalögð, loft upptekin. Útgengni út á suður- sólpall.
Stofa: Gengið er niður í stofu, upptekin loft með innbyggðri lýsingu og parket á gólfi.
Herbergjagangur: með skáp og parket á gólfi.
Baðherbergi: (endurnýjað 2009/10) .Flísalagt með upphengdu salerni, eikar-innréttingu, sturtu, baðkari og handklæðaofn.
Hjónaherbergi með skáp og parket á gólfi
Barnaherbergi I með parketi á gólfi
Barnaherbergi II með parketi á gólfi
Hobby rými: Parket og útgengi út á baklóð
Bílskúr: Innangengur frá íbúð. Flísalagður með grifju og rafdrifni hurð. Búið er að græja grifju sem geymslu. Henntar fyrir ýmist dót.
Vertu tilbúin(n) þegar rétta eignin birtist – skráðu eignina þín í dag og tryggðu þér forskotið.ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Reykjavíkurveg 66, 220 Hafnarfirði
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.