Sunnudagur 19. október
Fasteignaleitin
Skráð 6. okt. 2025
Deila eign
Deila

Skagabraut 38

EinbýlishúsSuðurnes/Garður-251
187.8 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
94.900.000 kr.
Fermetraverð
505.325 kr./m2
Fasteignamat
58.700.000 kr.
Brunabótamat
86.800.000 kr.
Mynd af Hallgrímur Óli Hólmsteinsson
Hallgrímur Óli Hólmsteinsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1966
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Fasteignanúmer
2095834
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
í lagi að sögn seljanda
Raflagnir
Í lagi að sögn seljenda
Frárennslislagnir
í lagi að sögn seljanda
Gluggar / Gler
í lagi að sögn seljenda
Þak
Í lagi að sögn seljenda
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
á ekki við
Upphitun
Hitaveita
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Trausti fasteignasala, Hallgrímur Hólmsteinsson lgfs og Kristján Baldursson lgfs kynna glæsilegt og vel skipulagt einbýlishús í Garðinum, við Skagabraut 38. Alls eru þrjú svefnherbergi í húsinu ásamt stórum og rúmgóðum bílskúr sem nú hefur verið breytt í auka stúdíóíbúð með möguleika á útleigu. Stór og rúmgóður viðarpallur með skjólveggjum er við suðurhlið hússins og þar er heitur pottur. Lóðin er stór og gróin og bíður upp á marga möguleika. Á lóðinni eru líka tveir geymsluskúrar sem tilheyra eigninni. 

Húsið er skráð 187,8 fm og er bílskúrinn skráður 41,2 fm hjá HMS en hann hefur verið stækkaður og er nú áætlaður 50 fm skv teikningu. Samtals er því eignin 237,8 fm skv þeirri teikningu.

Garðurinn er rólegt og fallegt þorp á Suðurnesjum í um 5 mínútna akstursfjarlægð frá Keflavík. Örstutt er niður að sjó frá húsinu og útsýni er til allra átta, mikið og fallegt. 

Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni í síma 896-6020 eða á tölvupóstfangið hallgrimur@trausti.is eða hjá Kristjáni Baldurssyni með tölvupósti á kristjan@trausti.is.

Nánari lýsing eignar:

Komið er inn á flíslagt anddyri með fataskáp. 
Eldhúsið er mjög stórt með nýlegri hvítri innréttingu og innbyggðri uppþvottavél sem opnast sjálfkrafa eftir þvott. 
Stofa og borðstofa eru rúmgóðar og bjartar og er parket á gólfi. 
Herbergin eru þrjú í húsinu sjálfu og er það stærsta með góðum fataskáp. Parket er á gólfum herbergjanna.
Baðherbergið er nýlegar endurgert, flísalagt í hólf og gólf með stórum sturtuklefa og hita í gólfi.
Þvottahús er inn af eldhúsinu, rúmgott og stórt.
Innangengt er út í bílskúrinn sem nú hefur verið breytt í stóra og rúmgóða stúdíóíbúð með nýuppsettu eldhúsi, baðherbergi með sturtuklefa og sameiginlegu alrými stofu eldhúss og herbergis. Á gólfi er parket á eldhúshlutanum og teppi á herbergishlutanum. Baðherbergið er tengi fyrir þvottavél. Bílskúrinn hentar vel til útleigu, annaðhvort til skemmri eða lengri tíma. 

Húsið hefur fengið reglubundið viðhald hjá eigendum.
Húsið er klætt með Steni plötum og var nýlega málað. 
Nýir ofnar eru í stofu og forstofu. 
Ný útiljós eru við húsið sem kveikna þegar fer að rökkva.  
Nýlegt þak er á húsinu samkvæmt seljanda og gluggar eru nýlegir.
Aðalhurð er nýleg. 
Búið er að drena frá öllum veggjum hússins.
Tveir skúrar á lóð til geymslu en annar þeirra er orðinn lúinn. 
Nýlega var sett upp sorptunnuskýli. 

Hér er á ferðinni vel skipulagt og einbýlishús á yndislegum og rólegum stað í Garðinum þaðan sem stutt er í alla þjónustu, skóla og leikskóla. Garður og Sandgerði voru sameinuð og heita í dag Suðurnesjabær. Allar nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6020 eða með tölvupósti á póstfangið hallgrimur@trausti.is eða Kristján Baldursson hdl og löggiltur fasteignasali með tölvupósti á póstfangið kristjan@trausti.is. 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1973
41.2 m2
Fasteignanúmer
2095834
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
11.300.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Asparlaut 5 -0301
Bílastæði
Asparlaut 5 -0301
230 Reykjanesbær
150.8 m2
Fjölbýlishús
423
620 þ.kr./m2
93.500.000 kr.
Skoða eignina Víðidalur 24
Bílskúr
Opið hús:22. okt. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Víðidalur 24
Víðidalur 24
260 Reykjanesbær
130 m2
Raðhús
312
735 þ.kr./m2
95.500.000 kr.
Skoða eignina Skagabraut 13
Bílskúr
Skoða eignina Skagabraut 13
Skagabraut 13
250 Garður
170.9 m2
Einbýlishús
423
556 þ.kr./m2
95.000.000 kr.
Skoða eignina Víðidalur 22
Bílskúr
Skoða eignina Víðidalur 22
Víðidalur 22
260 Reykjanesbær
130 m2
Raðhús
312
753 þ.kr./m2
97.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin