Laugardagur 23. nóvember
Fasteignaleitin
Skráð 11. okt. 2024
Deila eign
Deila

Gilsbakkavegur 1a

EinbýlishúsNorðurland/Akureyri-600
148.8 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
89.900.000 kr.
Fermetraverð
604.167 kr./m2
Fasteignamat
59.900.000 kr.
Brunabótamat
60.200.000 kr.
SS
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1935
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2146486
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta, ofnar á innveggjum.
Raflagnir
Endurn. að hluta, rafm.tafla 2021
Frárennslislagnir
Endurn. 2021
Gluggar / Gler
Endurn. 2022
Þak
Pappi síðan 2010
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Nei
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignasalan Hvammur 466 1600

Einbýli við Gilsbakkaveg 1a á Akureyri sem skipt hefur verið upp í tvær 3ja herbergja íbúðir - samtals er húsið skráð 148,8 m² að stærð.
Eign sem staðsett er rétt við miðbæ Akureyrar.


Húsið skiptist með eftirfarandi hætti.
Íbúð á neðri hæð:  Forstofa, hol, tvö svefnherbergi, eldhús, stofa, baðherbergi og tvær geymslur.
Íbúð á efri hæð:  Forstofa, stofa, tvö svefnherbergi, eldhús, stofa, baðherbergi og geymsla.

Nánari lýsing:
Íbúð á neðri hæð er með sérinngang á norðurhlið hússins.
Forstofa og hol eru með flísum á gólfi og tveimur fataskápum.
Geymslur eru tvær og eru þær báðar innaf forstofu.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með parketi á gólfi og nýlegum hvítum lausum fataskápum sem fylgja með við sölu.
Eldhúsið er með nýlegri sprautulakkaðri innréttingu og parketi á gólfi.
Baðherbergið hefur nýlega verið endurnýjað og er með flísum á gólfi og fibo-trespo plötum á veggjum, sprautulakkaður skápur undir vaska, sturta, upphengt wc og opnanlegur gluggi.  Tengi fyrir þvottavél er á baðherbergi.
Stofan er með parketi á gólfi og gluggum til veggja átta.

Íbúð á efri hæð er með sérinngang á austurhlið hússins, en þar gæti einnig verið inngangur inn íbúð á neðri hæð.
Forstofa er með flísum á gólfi og teppi er á stiga upp í íbúðina.
Stofan er með plastparketi á gólfi og þaðan er útgangur til vesturs í garð.
Eldhúsið er með spónlagðri eikarinnréttingu og plastparketi á gólfi.  Í eldhúsi eru nýlegt tæki, og ísskápur og uppþvottavél geta fylgt með við sölu.
Geymsla er innaf eldhúsi og þar er jafnframt tengi fyrir þvottavél.
Svefnherbergin eru tvö og á þeim báðum er plastparket og í öðru þeirra eru rúmgóðir eldri fataskápar með rennihurðum.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og baðþiljum á veggjum, sturtuklefa og ljósri eldri innréttingu og opnanlegum glugga.

Lóðin er gróin og við norðurhlið hússins er hellulagt bílaplan.  Vestan við húsið er hellulögð verönd en þar er tilvalið að gera sólpall.

Annað
- Ljósleiðari er kominn inn og tengdur.
- Íbúð á neðri hæð er í útleigu, íbúð á efri hæð er laus strax.
- Skólplagnir voru endurnýjaðar undir húsinu árið 2021
- Gluggar voru endurnýjaðir árið 2022
- Húsið var málað og múrviðgert að utan árið 2023
- Íbúð á neðri hæð var tekin í gegn árið 2023, s.s. baðherbergi, eldhús og gólfefni að stærstum hluta. 
- Íbúð á efri hæð getur selst með öllum húsbúnaði og uppþvottvél getur fylgt íbúð á neðri hæð.
- Ný rafmagnstafla var sett upp 2024

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
20/04/201219.700.000 kr.24.950.000 kr.148.8 m2167.674 kr.
04/10/200717.540.000 kr.25.000.000 kr.148.8 m2168.010 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hafnarstræti 26c íbúð 205
Hafnarstræti 26c íbúð 205
600 Akureyri
130.1 m2
Fjölbýlishús
523
714 þ.kr./m2
92.900.000 kr.
Skoða eignina Hjarðarlundur 4
Bílskúr
Hjarðarlundur 4
600 Akureyri
131.7 m2
Einbýlishús
413
683 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Oddeyrargata 11
Skoða eignina Oddeyrargata 11
Oddeyrargata 11
600 Akureyri
131.4 m2
Einbýlishús
725
684 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Stapasíða 13b
Skoða eignina Stapasíða 13b
Stapasíða 13b
603 Akureyri
165.4 m2
Raðhús
514
519 þ.kr./m2
85.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin