Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í þríbýli í miðbæ Reykjavíkur. Sér inngangur er inn í íbúð. Garðurinn er gróinn og snyrtilegur og viðarverönd undir stofuglugga tilheyrir íbúð. Göngufæri er í alla helstu þjónustu í miðbæ Reykjavíkur. Einnig Sundhöll Reykjavíkur, veitingastaði og verslanir. Frábær staðsetning.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is
Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, herbergi, baðherbergi og geymslu. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 43,7 m2. **HÉR GETUR ÞÚ SKOÐAÐ 3D AF EIGNINNI. KÍKTU Í HEIMSÓKN MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR! Nánari lýsing:
Forstofa er inn um sér hurð inn í íbúð. Innan íbúðar er nýflotað gólf allstaðar nema á baðherbergi.
Eldhús er inn af forstofu. Eyja er á milli og hægt að sitja við hana á háum stólum. Innrétting er á tveimur veggjum. Efri skápar ná upp í loft. Milli efri og neðri skápa eru hvítar flísar.
Stofa er með hornglugga sem snýr út í garð.
Baðherbergi er með salerni, sturtuklefa, hvítum handklæðaofni og veggfestum speglaskáp yfir handlaug.
Herbergi er innst í íbúðinni. Rúmgott og án fataskápa. Gluggi snýr út í garð til suðurs.
Geymsla er sér í sameign, á sömu hæð og íbúð.
Þvottahús er einnig í sameign á sömu hæð og íbúð.
Fyrirhugað fasteignamat eignar árið 2026: 44.300.000 kr.Gjald í hússjóð er nú 15.000 kr. en verður 13.260 kr. frá og með 1. ágúst 2025.
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-