Laugardagur 16. ágúst
Fasteignaleitin
Opið hús:20. ágúst kl 17:00-17:30
Skráð 15. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Eskihlíð 31

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
71.8 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
63.500.000 kr.
Fermetraverð
884.401 kr./m2
Fasteignamat
56.000.000 kr.
Brunabótamat
36.950.000 kr.
Mynd af Kristján Gíslason
Kristján Gíslason
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Byggt 1953
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2030514
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
0
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Búið að endurnýja neysluvatnslagnir
Raflagnir
Endurnýjaðar að hluta
Frárennslislagnir
Endurnýjaðar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler en þarf að skoða
Þak
Endurnýjað en þarf að mála
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
16,83
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Vatn safnast fyrir á gólfi gamla kyndiklefans og ekki er vitað hvaðan það vatn kemur. Húsfélagið er að vinna með pípara í að finna hvaðan vatnið kemur. Staða hússjóðs er sterk, falli viðgerðarkostnaður á hússjóðinn en ekki er vitað hvort þetta er tryggingamál eða kostnaður húsfélags.
Gimli fasteignasala kynnir, Eskihlíð 31, 105 Reykjavík, sem er mikið endurnýjuð og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð, með sérinngangi, á frábærum stað í Hlíðunum. Íbúðin er samtals 71,8 fm, að meðtöldum tveimur litlum geymslum, sem eru samtals 2,6 fm. Íbúðin er á jarðhæð í fjögurra íbúða húsi.
Íbúðin skiptist í forstofu og gang, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og tvær litlar geymslur. Auk þess er sameiginlegt þvottahús einnig á jarðhæð.
Húsið hefur einnig verið mikið endurnýjað á síðustu árum en meðal annars er búið að steina það að utan, skipta um járn og pappa á þaki auk þess sem frárennslislagnir og dren hefur verið endurnýjað.
Bókið skoðun hjá Kristján Gíslason  í síma 691-4252, eða kristjan@gimli.is

NÁNARI LÝSING:
Komið er inn í forstofu, sem er fremst á gangi, sem liggur inn eftir íbúðinni. Í forstofunni er fatahengi. Á hægri hönd er minna svefnherbergið, sem er með fallegum hornglugga. Þar við hliðina er stærra svefnherbergið, með fatahengi og góðum glugga. Hinum megin við ganginn er baðherbergið, en það er nýuppgert, með sturtu og vegghengdu salerni. Flísar eru á gólfi og í kringum sturtu. Við hlið baðherbergis eru fataskápar á ganginum og síðan eldhúsið, rúmgott með nýlegri innréttingu og góðum eldhúskrók. Stofan er við hlið eldhúss, björt og rúmgóð með gluggum á tvo vegu. 
Tvær geymslur fylgja íbúðinni. Önnur er útigeymsla (1,8 fm) og hin (0,8 fm) er undir stiga á jarðhæð.
Þvottahús er í sameign á jarðhæð. Hver íbúð er með sína þvottavél, sem tengd er við rafmagn viðkomandi íbúðar. 
Sér hita- og rafmagnsmælir er fyrir íbúðina. Flotuð gólf eru á öllum rýmum íbúðarinnar, nema á baðherbergi, þar eru flísar.
Í dag getur eigandi íbúðarinnar lagt bíl sínum fyrir aftan húsið, við hlið bílskúranna.

Að sögn eiganda var skipt um neysluvatnslagnir í allri íbúðinni árið 2021, og gólfin flotuð. Sett var ný eldhús innrétting, skipt um allt rafmagn í eldhúsinu og sett ný tafla fyrir bakarofn. Annað rafmagn í íbúðinni var yfirfarið. Þá var baðherbergið tekið í gegn og sett "walk in" sturta, upphengt salerni og flísar í kringum sturtuna og á gólfið. Skipt var um krana á öllun ofnum og settur nýr þrýstijafnari. 
Húsið var steinað 2021, skólp og dren endurnýjað 2015 og skipt um pappa og járn á þaki fyrir rétt rúmum 20 árum. Kominn er tími á að mála þakið og einnig er komið að viðhaldi á gluggum íbúðarinnar. Staða hússjóð er mjög sterk.

Björt og falleg íbúð í glæsilegu fjórbýli, á frábærum stað í Hlíðunum. Örstutt í grunn- og framhaldsskóla og ýmsa aðra þjónustu auk þess sem frábærar gönguleiðir um Öskjuhlíð eru skammt frá.

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
16/06/202137.100.000 kr.41.000.000 kr.71.8 m2571.030 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Snorrabraut 56B
55 ára og eldri
Opið hús:19. ágúst kl 17:30-18:00
Skoða eignina Snorrabraut 56B
Snorrabraut 56B
105 Reykjavík
64 m2
Fjölbýlishús
211
1014 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Laugarnesvegur 88
Laugarnesvegur 88
105 Reykjavík
63.6 m2
Fjölbýlishús
211
1036 þ.kr./m2
65.900.000 kr.
Skoða eignina Skipholt 51
Opið hús:20. ágúst kl 17:45-18:15
Skoða eignina Skipholt 51
Skipholt 51
105 Reykjavík
88.6 m2
Fjölbýlishús
312
728 þ.kr./m2
64.500.000 kr.
Skoða eignina Borgartún 24 - íbúð 302
Borgartún 24 - íbúð 302
105 Reykjavík
61.9 m2
Fjölbýlishús
211
1000 þ.kr./m2
61.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin