"Lækkað verð"
Valhöll fasteignasala kynnir fallega og mikið endurbætta íbúð hjarta Hafnarfjarðar. Íbúðin er á miðhæð og er 66,2 fm stærð og henni fylgir bílskúr sem er 23,6 fm. Samtals er eignin því skráð 89,8 fm á stærð.
Dýrahald er leyft í íbúðnni. Sér stæði fyrir framan bílskúr fylgir íbúð.
Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, borðkrókur, stofa, svefnherbergi, baðherbergi, bílskúr, sameiginlegt þvottahús og sameiginlegt geymslurými.
Nánari upplýsingar veitir:
Snorri Björn Sturluson fasteignasali / lögmaður í síma 699-4407 eða snorribs@valholl.is
Nánari lýsing;
Gólfefni er ársgamalt parket (pergo) og flísar á baðherberginu.
Sameiginlegur inngangur með rishæðinni.
Forstofa með fataskápum.
Eldhús með smekklegri innréttingu, mikið skápapláss. Innbygð ársgömul uppþvottavél. Bakaraofn, vask og blöndunartæki endurnýjað fyrir nokkrum árum. Flísar á milli innréttingarinnar. Borðkrókur við eldhús. Nýleg innfelld LED lýsing.
Björt og fín stofa með stórum gluggum til suðvesturs og þaðan er fallegt útsýni yfir miðbæinn og út á smábátahöfnina.
Rúmgott hjónaherbergi með fataskápum.
Flísalagt baðherbergi með sturtuklefa og rúmgóðri innréttingu, handklæðaofn. Veggir eru málaðir.
Góður bílskúr með heitu og köldu vatni og rafmagni. Geymsluloft yfir hluta bílskúrsins, nýleg bílskúrshurð með gönguhurð.
Í kjallara sem er innangengur er sameiginlegt þvottahús og sameiginleg geymsla.
Nýleg innfelld dimmanleg LED lýsing í alrými og svefnherbergi.
Framkvæmdir / viðhald undanfarin ár:
Árið 2023 var skipt um parket (PERGO). Fyrir tveimur árum var gólf tekið upp af eiganda þriðju hæðar og styrkt og meiri steinull sett og gólfi lokað með tvöföldum gólfplötum. Skipt var um bakaraofn, vask og blöndunartæki fyrir 4 árum, ársgömul uppþvottavél sem fylgir með. Árið 2024 voru settar ný innfelld LED ljós í innfelldri lýsingu.
Íbúðin var mikið endurnýjuð fyrir um 12 árum og þá var skipta um glugga. Sett var upp nýtt eldhús ásamt fataskápum og innihurðum, baðherbergi endurbætt og fleira.
Þetta er sérlega falleg og vel umgengin íbúð á þessum frábæra stað í Miðbæ Hafnarfjarðar með góðum bílskúr.
Stutt er í alla verslun og þjónustu, m.s. glænýja stækkun á Firðinum.
Sameignlegur pallur við hlið inngangsins inn í húsið.
Þetta glæsileg eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar veitir:
Snorri Björn Sturluson fasteignasali / lögmaður í síma 699-4407 eða snorribs@valholl.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.