Laugardagur 26. apríl
Fasteignaleitin
Skráð 22. apríl 2025
Deila eign
Deila

Skíðabraut 7 íbúð 102

FjölbýlishúsNorðurland/Dalvík-620
81.2 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
Verð
28.300.000 kr.
Fermetraverð
348.522 kr./m2
Fasteignamat
25.000.000 kr.
Brunabótamat
37.200.000 kr.
Mynd af Sigurður H. Þrastarson
Sigurður H. Þrastarson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1930
Garður
Fasteignanúmer
2534915
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Hefur verið endurnýjað að hluta
Raflagnir
Ný heimtaug og tafla
Frárennslislagnir
Óvitað
Gluggar / Gler
Hefur verið endurnýjað, í kringum 2013
Þak
Sjá eignaskiptayfirlýsingu
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Á ekki við
Upphitun
Hitaveita
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Skíðabraut 7B / Jónínubúð á Dalvík - Virkilega skemmtileg íbúð á góðum stað á Dalvík í bæjarjaðri við fuglafriðlandið.
Stutt frá ströndinni, öllum helstu útivistarleiðum og sundlaug, skóla og annarri þjónustu.


** Sjón er sögu ríkari **

Frekari upplýsingar veitir Sigurður H. Þrastarson - siggithrastar@kaupa.is - kaupa@kaupa.is - s: 888-6661


Húsið er með skráð byggingarár 1930 og 1977 en þá var byggt við það til norðurs. Núverandi eigendur keyptu eignina árið 2011 og fóru þá í miklar endurbætur. 

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi.

Forstofa er með flísum á gólfi. 
Eldhús er með skemmtilegri innréttingu, þar er stæði fyrir uppþvottavél, ísskáp og eldavél. Gólf er steypt.
Stofan er í opnu rými með eldhúsi. Gólfið er timburgólf úr rekaviði af Skaga. Gólfið er lektað upp með 30 mm listum og liggja ofnalagnir í rýminu milli lekta. Loftið er tekið upp og betrekað með íslenskum landakortum. Gluggar eru til tveggja átta. 
Svefnherbergin eru tvö og bæði ágætlega rúmgóð. 
Baðherbergi er með flísum á gólfi, handlaug og sturtu með skilrúmi úr rekaviði. Tengi er inni á baðherberginu fyrir þvottavél. 

Þessi hluti parhússins við Skíðabraut 7b var byggður 1977 til norðurs við eldra hús. 
Núverandi eigendur keyptu eignina 2011 og fóru þá í miklar endurbætur. Árið 2023 var svo hafist handa við að gera sérstaka og samþykkta íbúð úr nýrri hlutanum. Því verki var að ljúka. Rafmagn er nýtt í íbúðinni og búið er að gera ráð fyrir heitum potti á bak við húsið í lagnagrind. 
Baðherbergi er nýtt og mósaíkað með steinflísum og gólf er upphitað í baði og í stofurými. Ný og virkilega rúmgóð Ikea eldhúsinnrétting er í íbúðinni ásamt því að eldhúsbekkir eru sérsmiðaðir úr massívum rekaviði eins og gólf í stofu. 
Ísskápur, uppþvottavél og þvottavél á baði geta fylgt ásamt einhverjum húsgögnum ef óskað er. 
Forstofa og eldhús er með steinteppi og niðurfall er í gólfi í eldhúsi. 
Flísar eru á öðru svefnherberginu og timburgólf með hita undir að hluta á hinu. 

Á baklóðinni er verönd með hellum - Útsýni yfir Flæðurnar,  fuglafriðland Svarfdæla

Við endurbætur á eigninni fengu margir hlutir nýtt líf,  flutt voru á staðinn um 4,5 tonn af rekaviði frá Skagaströnd, fengið heillegt efni úr kaupfélagshúsinu á Dalvík þegar þar var unnið að þakframkvæmdum og afgangsflísar frá flísabúðum. Þá var efni í innréttingar keypt í Efnissölunni og klæðning á eldhúsinnréttingu hjá skógræktinni í Heiðmörk. 

Hluti af húsbúnaði getur fylgt með við sölu eignar.
Möguleiki á ljósleiðara er til staðar.
Verið er að leggja nýja heimtaug og rafmagnstöflu í húsið. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Skíðabraut 7 íbúð 101
Skíðabraut 7 íbúð 101
620 Dalvík
82.7 m2
Parhús
211
325 þ.kr./m2
26.900.000 kr.
Skoða eignina Lynghraun 1
Skoða eignina Lynghraun 1
Lynghraun 1
660 Mývatn
85.2 m2
Einbýlishús
43
346 þ.kr./m2
29.500.000 kr.
Skoða eignina Laugarbrekka 22
Skoða eignina Laugarbrekka 22
Laugarbrekka 22
640 Húsavík
83 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
312
336 þ.kr./m2
27.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin