Skíðabraut 7B / Jónínubúð á Dalvík - Virkilega skemmtileg íbúð á góðum stað á Dalvík í bæjarjaðri við fuglafriðlandið.
Stutt frá ströndinni, öllum helstu útivistarleiðum og sundlaug, skóla og annarri þjónustu.** Sjón er sögu ríkari **
Frekari upplýsingar veitir Sigurður H. Þrastarson - siggithrastar@kaupa.is - kaupa@kaupa.is - s: 888-6661Húsið er með skráð byggingarár 1930 og 1977 en þá var byggt við það til norðurs. Núverandi eigendur keyptu eignina árið 2011 og fóru þá í miklar endurbætur.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi.Forstofa er með flísum á gólfi.
Eldhús er með skemmtilegri innréttingu, þar er stæði fyrir uppþvottavél, ísskáp og eldavél. Gólf er steypt.
Stofan er í opnu rými með eldhúsi. Gólfið er timburgólf úr rekaviði af Skaga. Gólfið er lektað upp með 30 mm listum og liggja ofnalagnir í rýminu milli lekta. Loftið er tekið upp og betrekað með íslenskum landakortum. Gluggar eru til tveggja átta.
Svefnherbergin eru tvö og bæði ágætlega rúmgóð.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, handlaug og sturtu með skilrúmi úr rekaviði. Tengi er inni á baðherberginu fyrir þvottavél.
Þessi hluti parhússins við Skíðabraut 7b var byggður 1977 til norðurs við eldra hús.
Núverandi eigendur keyptu eignina 2011 og fóru þá í miklar endurbætur. Árið 2023 var svo hafist handa við að gera sérstaka og samþykkta íbúð úr nýrri hlutanum. Því verki var að ljúka. Rafmagn er nýtt í íbúðinni og búið er að gera ráð fyrir heitum potti á bak við húsið í lagnagrind.
Baðherbergi er nýtt og mósaíkað með steinflísum og gólf er upphitað í baði og í stofurými. Ný og virkilega rúmgóð Ikea eldhúsinnrétting er í íbúðinni ásamt því að eldhúsbekkir eru sérsmiðaðir úr massívum rekaviði eins og gólf í stofu.
Ísskápur, uppþvottavél og þvottavél á baði geta fylgt ásamt einhverjum húsgögnum ef óskað er.
Forstofa og eldhús er með steinteppi og niðurfall er í gólfi í eldhúsi.
Flísar eru á öðru svefnherberginu og timburgólf með hita undir að hluta á hinu.
Á baklóðinni er verönd með hellum - Útsýni yfir Flæðurnar, fuglafriðland Svarfdæla
Hluti af húsbúnaði getur fylgt með við sölu eignar.
Möguleiki á ljósleiðara er til staðar.
Ný heimtaug og rafmagnstafla.
Heimilistæki fylgja með við sölu eignar
Eignin gæti verið tilvalin sem frístundahús en stutt er í skíðasvæði og öll útivistarsvæði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.