Föstudagur 18. apríl
Fasteignaleitin
Skráð 16. apríl 2025
Deila eign
Deila

Lindarberg 4

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-221
261.8 m2
7 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
192.000.000 kr.
Fermetraverð
733.384 kr./m2
Fasteignamat
149.100.000 kr.
Brunabótamat
132.750.000 kr.
HH
Heimir Hallgrímsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1992
Þvottahús
Garður
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2077396
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta
Raflagnir
Endurnýjað að hluta
Frárennslislagnir
Frá því að húsið var byggt
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Sagt í lagi
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Tvennar svalir
Upphitun
Gólfhiti og ofnakerfi
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Nýtt á skrá! Lindarberg 4 Hafnarfirði - Bókið skoðun.

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir glæsilegt 7 herbergja 261,8 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Eignin skiptist í 116,4 fermetra aðalhæð, 98,0 fermetra neðri hæð og stóran tvöfaldan 47,4 fermetra bílskúr, samtals 261,8 fermetrar að stærð. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu í dag og möguleiki að bæta við fimmta svefnherberginu. Um er að ræða afar vel staðsett hús með glæsilegu útsýni í grónu fjölskylduhverfi við Lindarberg 4 í Hafnarfirði. Húsið er afar sjarmernandi með mikilli lofthæð, stórum gluggum og vönduðum innréttingum og gólfefnum. Auk þess er búið að endurnýja, sérsmíða innréttingar og koma fyrir gólfhita m.a. eldhúsi, gestasalerni, forstofu og rýmum sem liggja þar að. Þá hefur húsið fengið mjög gott viðhald í gegnum árin og ber húsið þess vel merki að utan sem innan.

Aðalhæðin (efri hæð): Er vel skipulögð með rúmgóðum alrýmum og útgengi á stórar svalir til suðvesturs með fallegu útsýni. Aukin lofthæð er yfir efri hæðinni með þakglugga sem hleypir góðri birtu inn í rýmin á efri hæð. Arinstofa, setustofa og borðstofa eru staðsett á neðri palli efri hæðar og er borðstofa örlítið stúkuð af frá setustofum. Eldhús og gott borðrými er staðsett á efri palli ásamt forstofu, svefnherbergis og gestasalernis. Einungis þrjú þrep eru á milli palla efri hæðar sem gerir innkomu virkilega skemmtilega inn í stofur og alrýmin. Stórir gluggar til suðvesturs með virkilega glæsilegu útsýni.

Neðri hæð: Gengið er niður steyptan parketlagðan stiga. Komið er niður í hol og þar er fjölskyldurými/sjónvarpsstofa með útgengi á afgirta viðarverönd til suðvesturs. Möguleiki væri að bæta við auka svefnherbergi á kostnað sjónvarpsrýmis á neðri hæð. Auk þess eru þrjú svefnherbergi á neðri hæð, baðherbergi og þvottaherbergi. 

Lóðin er 868,0 fermetrar að stærð. Tyrfður garður að hluta með fallegum trjágróðri og beðum. Lóðin er skjólgóð og með rúmgóðri afgrirtri viðarverönd. Framan við hús er hellulögð stétt að húsi og fyrir framan bílskúr með snjóbræðslu. 

Nánari lýsing:
Aðalhæð.

Forstofa: Með flísum á gólfi, gólfhita og sérsmíðuðum innréttingum. Aukin lofthæð og innfelld lýsing í loftum.
Gestasnyrting: Var öll endurnýjuð og komið fyrir gólfhita. Flísar á gólfi og veggjum og sérsmíðaðar innréttingar. Innbyggð blöndunartæki, upphengt salerni og speglaskápar. Innfelld lýsing í loftum og falleg baklýsing við spegil.
Svefnherbergi I: Er staðsett við forstofu. Flísar á gólfi, gólfhiti og gluggi til norðausturs. Innfelld lýsing í loftum og sérsmíðaðar innréttingar/skápar.
Eldhús: Var endurnýjað á afar fallegan máta. Flísar á gólfi og gólfhiti. Sérsmíðuð eldhúsinnrétting með eyju, tækjaskáp og steini á borðum. Undirfelldur vaskur með vönduðum Axor blöndunartækjum. Aukin lofthæð að hluta, innfelld lýsing í loftum og gluggi til norðausturs. Miele bakaraofn og Miele gufuofn. Stórt Miele spansuðuhelluborð og Witt háfur sem kemur upp úr borðplötu. Innbyggð uppþvottavél og tvöfaldur stál kæliskápur. Þá er gott rými við eldhús fyrir stórt borð með glugga til norðvesturs.
Arinstofa: Með parketi á gólfi, arinn og gluggum til suðvesturs og suðausturs. Aukin lofthæð og útgengi á tvennar svalir, annars vegnar stórar skjólgóðar svalir með miklu útsýni og hins vegar minni útsýnissvalir.
Setustofa: Er opin við arinstofu. Parketi á gólfi og gluggar til suðvesturs með glæsilegu útsýni. 
Borðstofa: Er aðeins stúkuð af frá setustofum með parketi á gólfi, aukinni lofthæð og gluggum til suðvesturs og norðvesturs með fallegu útsýni.
Svalir I: Með útgengi frá setustofum. Afar glæsilegt útsýni.
Svalir II: Eru stórar með flísum á gólfi og afar glæsilegu útsýni.

Bílskúr: Er tvöfaldur og 47,4 fermetrar að stærð. Aukin lofthæð og tvær bílskúrshurðar (rafmagnsopnun á annarri bílskúrshurðinni). Gluggar til suðasturs og suðvesturs. Vinnuborð og vaskur. Upphitaður og heitt/kalt vatn ásamt góðu geymslulofti.

Neðri hæð: Gengið er á milli hæða um steyptan stiga með gegnheilu parketi og fallegu glerhandriði.
Sjónvarpsrými: Með parketi á gólfi og glggum til suðvesturs. Möguleiki væri að bæta við svefnherbergi í þessu rými. Útgengi á verönd í bakgarði.
Verönd: Afgirt viðarverönd í bakgarði sem snýr til suðvesturs.
Svefnherbergi II: Er rúmgott, með parketi á gólfi, skápum og glugga til suðvesturs.
Svefnherbergi III: Er stórt (u.þ.b. 20 fm) með parketi á gólfi og glugga til suðvesturs.
Hjónaherbergi: Með parketi á gólfi, skápum á heilan vegg og gluggum til suðvesturs.
Baðherbergi: Hefur verið endurnýjað. Flísar á gólfi og veggjum, gólfhiti og innfelld lýsing í loftum. Niðurtekið loft og falleg baklýsing fyrir ofan baðkar. Baðkar með innbyggðum blöndunartækjum og flísalögð sturta með glerhurð og innbyggðum blöndunartækjum. Falleg innrétting við vask með granít á borðum og innbyggðum blöndunartækjum. Skápar, upphengt salerni og handklæðaofn. Gluggi til suðvesturs.
Þvottaherbergi: Með flísum á gólfi, skápum og tenglum fyrir þvottavél og þurrkara.

Frábær staðsetning á fjölskylduvænum stað þar sem leikskólinn Hlíðarberg og Setbergsskóli eru í göngufjarlægð. Stutt er í íþróttasvæði FH og golfvöll (Setbergsvöll). Stutt í verslun og þjónustu og göngu- og hjólaleiðir við fallega náttúruna allt í kring, t.d. Urriðavatn, Setbergshlíð og allt að Hvaleyrarvatni og Heiðmörk.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Fjóluás 30
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Fjóluás 30
Fjóluás 30
221 Hafnarfjörður
300.4 m2
Einbýlishús
827
692 þ.kr./m2
208.000.000 kr.
Skoða eignina Ásbúðartröð Tvær íbúðir 17
Bílskúr
Ásbúðartröð Tvær íbúðir 17
220 Hafnarfjörður
281.2 m2
Einbýlishús
826
691 þ.kr./m2
194.400.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin