Fasteignamarkaðurinn ehf., s. 570-4500 kynnir til sölu 69,1 fermetra 2ja - 3ja herbergja íbúð á jarðhæð hússins nr. 106B við Þórunnarstræti á Akureyri. Þrjár íbúðir eru til sölu í húsinu.
Eignin er vel staðsett í göngufæri við miðbæinn og stutt er í sundlaug Akureyrar.Lýsing eignar:Íbúðin skiptist í forstofu, eitt svefnherbergi, eldhús/borðstofu og stofu og baðherbergi.Forstofa, flísar á gólfi.
Gangur, flísar á gólfi.
Eldhús/borðstofa, í rúmgóðu rými. Hvít falleg innrétting er í eldhúsi með flísum á milli skápa. Parket á gólfi. Útgengi er úr borðstofu á ný steyptar afmarkaðar svalir.
Stór rými eru innaf eldhúsi sem hægt er að nýta sem stofu eða auka herbergi, 16,3 fermetrar skráð sem geymsla.
Svefnherbergi, með skáp. Parket á gólfi.
Baðherbergi, með lítilli innréttingu og sturtu. Flísar eru á gólfi og rakaþolnar plötur á veggjum. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi.
Húsið hefur verið endurnýjað að miklu leyti á síðustu árum:- Nýjar inntakslagnir fyrir heitt og kalt vatn.
- Nýr brunnur í lóð og frárennslislagnir í lóð eru nýjar
- Nýr ljósleiðari
- Inntaksrör hafa verið lögð í bílskúr
- Húsið var málað að utan og innan árið 2024
- Þakrennur og niðurfallsrör yfirfarin og endurnýjuð árið 2024
- Þakjárn var endurnýjað fyrir nokkrum árum og er í lagi
- Raflagnir og vatnslagnir hafa verið endurnýjaðar að hluta
- Ný rafmagnstafla fyrir allar íbúðir + fyrir allt húsið (í sameign)
- Ný inntaksgrind fyrir vatn
- Ný hitalögn í bílaplani
- Búið er að jarðvegsskipta allt í kringum húsið og drena
- Nýsteypt bílaplan og nýsteyptar gangstéttar
- Nýjar svalir á efri hæð + ný handrið á efri og neðri svölum
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignamarkaðurinn ehf. fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.