Mánudagur 8. september
Fasteignaleitin
Skráð 5. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Lautarvegur 8

HæðHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-103
254.4 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
199.900.000 kr.
Fermetraverð
785.770 kr./m2
Fasteignamat
154.150.000 kr.
Brunabótamat
139.150.000 kr.
Mynd af Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2020
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Gæludýr leyfð
Aðgengi fatl.
Sérinng.
Fasteignanúmer
2508327
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt/nýlegt
Raflagnir
Upprunalegt/nýlegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt/nýlegt
Gluggar / Gler
Upprunalegt/nýlegt
Þak
Upprunalegt/nýlegt
Upphitun
Hitaveita/gólfhiti að hluta
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Einstaklega glæsileg 254,5 fm. eign sem skiptist í fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi (135,7 fm) , tveggja herbergja íbúð með sérinngangi á neðri hæð (78,8 fm.), bílskúr (30,0 fm.) ásamt geymslu í sameign (9,9 fm).  Heitur pottur og garður til vesturs er sérafnotareitur íbúðar.  Skjólgóð verönd jafnframt úr stofu til suðurs. Séreignasvæði (verandir) eru hellulagðar.   

**Velkomið að bóka einkaskoðun **  Nánari upplýsingar og óskir um skoðun veitir Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.is

* Sérsmíðaðar innréttingar og vönduð gólfefni.  Aukin lofthæð með innbyggðri lýsingu.
* Gólfhiti er í aðal íbúð á jarðhæð (utan svefnherbergi) og gólfhiti á öllum rýmum á íbúð neðri hæð.
* Rými íbúða eru öll einstaklega björt og gólfsíðir gluggar að hluta.
* Eignin er mjög vel staðsett á rólegum og grónum stað neðarlega í Fossvoginum þar sem stutt er í fallegar gönguleiðir allt í kring og örstutt út á stofnbrautir og í alla helstu þjónustu.

FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR


Nánari lýsing aðalhæð fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð skráð matshl. 0101, birt stærð 135,7 fm.
Forstofa er með sérsmíðuðum fataskápum og sérsmíðuðum bekk, leður-sessa frá RB rúm. Útidyrahurð er mjög vönduð "snjall" hurð m.a. með fingraskanna.
Eldhús er með vönduðum innréttingum með dökkum spón og hvítum efri skápum, bökunarofn og combi ofn í vinnuhæð.  Stór og glæsileg eldhús-eyja með spanhelluborði, viftu og niðurteknu lofti með innbyggðri lýsingu.  Gott og mikið skápapláss.  Kvarts-steinn er á borðum
Borðstofa og stofa er í stóru og björtu alrými með gólfsíðum gluggum og innbyggðri loftlýsingu, vínylparket á gólfum. Upphengdur vandaður sjónvarpsskápur. Gengið er út á stóra og skjólgóða 35,0 fm. verönd til suðurs með rafmagns markísu.
Hjónasvíta með baðherbergi. Hjónaherbergi er rúmgott og með stórum vönduðum fataskápum.  Útgengt er út á verönd með heitum potti til vesturs, garður sérafnotareitur íbúðar.  Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með vönduðum innréttingum, steinn á borðum og speglaskápur með lýsingu. Stór sturta með glerþili og blöndunartæki á baðherbergi öll innfelld. Góður opnanlegur gluggi.
Tvö svefnherbergi, bæði með góðum fataskápum. Fataskápur er í minna barnaherberginu 2x50cm. en í stærra herbergi er það 3x50cm (breidd).
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með vönduðum innréttingum, stórum speglaskáp með lýsingu og steinvaski.  Stór "walk in" sturta með glerþili og blöndunartæki á baðherbergi innfelld. 
Þvottahús er við forstofu íbúðar, flísalagt og með góðum innréttingum fyrir þvottavél og þurrkara ásamt grind/tengi fyrir gólfhita og heitan pott.  Tengi er jafnframt fyrir vask.
Innihurðir eru vandaðar innfelldar hurðir með felliþröskuldi.  

KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU AÐALHÆÐ Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR - Ekki þarf sérstakt forrit, aðeins smella á link.

Nánari lýsing tveggja herbergja íbúð á neðri hæð/kjallara með sérinngangi skráð 0001 (skráð tómstundarými skv.FMR), birt stærð 78,8 fm.
Forstofuhol er rúmgott með sérsmíðuðum fataskápum.
Eldhús er með nýjum vönduðum innréttingum og kvarts borðplötu. Í innréttingu er ofn, helluborð og blöndunartæki. Ísskápur fylgir ekki en innrétting gerir ráð fyrir H185 cm. ísskáp.
Borðstofa og stofa er í björtu og opnu rými við eldhús. Úr stofu er neyðarútgangur, út glugga til norðurs.
Svefnherbergi er einstaklega rúmgott og bjart með góðum fataskápum.
Baðherbergi er með vandaðri baðinnréttingu, spegli, innbyggðri lýsingu og steinvask.  Upphengt salerni og vönduð  "walk in " sturtu.  Innrétting er fyrir þvottavél og þurrkara. 
Hiti er í gólfi á öllum rýmum íbúðar.

KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU ÍBÚÐ NEÐRI HÆÐ Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR - Ekki þarf sérstakt forrit, aðeins smella á link. 

Innréttingar eru sérsmíðaðar frá Formus.  Steinn (kvarts) í eldhúsi og sérsmíðaðir vaskar eru frá Steinprýði.  Flísar eru frá Dekkor, perlugljái á vegg og matt á gólfi.  Vandað vínylparket frá Gólfefnavali. Innbyggð blöndunartæki frá Dekkor og vandaðar gardínur frá Álnabæ.
ATH. fasteignamat 2026 er kr. 171.950.000,-


Sameignarrými neðri hæðar er með hita/lagnarými ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.  Sérgeymsla íbúðar er jafnframt staðsett í sameign á neðri hæð, merkt matshl. 0002 og birt stærð 9,9 fm. 
Jafnframt er ósamþykkt óskráð rými í sameign.

Bílskúr skráður matshl. 0103, birt stærð 30,0 fm. Í bílskúr er heitt og kalt vatn, rafmagn og rafdrifinn hurðaopnari.  Dregið er fyrir rafhleðslustöð í innanverðum bílskúr en núverandi rafhleðslustöð fylgir ekki. Eitt bílastæði íbúðar fylgir  fyrir framan bílskúr með snjóbræðslu, sérafnotaflötur skráð matshl. 0103. 

Einstaklega falleg aðkoma er að húsinu. Húsið er þriggja íbúða fjölbýlishús með tveimur sambyggðum bílageymslum.  Burðavirki útveggja og gólfa er staðsteypt. Þakplata er járnbent staðsteypt. Húsið er hannað hjá ÚTI-INNI arkitektum.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.   2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.  3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.   4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
22/08/2025154.150.000 kr.35.500.000 kr.254.4 m2139.544 kr.Nei
01/11/202046.550.000 kr.104.000.000 kr.254.4 m2408.805 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 2020
30 m2
Fasteignanúmer
2508327
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
03
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
11.250.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Norðurbrún 22
Opið hús:09. sept. kl 17:30-18:00
Skoða eignina Norðurbrún 22
Norðurbrún 22
104 Reykjavík
281.9 m2
Parhús
725
663 þ.kr./m2
187.000.000 kr.
Skoða eignina Hverafold 41
3D Sýn
Opið hús:08. sept. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Hverafold 41
Hverafold 41
112 Reykjavík
252.8 m2
Einbýlishús
914
771 þ.kr./m2
195.000.000 kr.
Skoða eignina Vættaborgir 23
Bílskúr
Opið hús:10. sept. kl 17:30-18:00
Skoða eignina Vættaborgir 23
Vættaborgir 23
112 Reykjavík
206 m2
Einbýlishús
624
897 þ.kr./m2
184.800.000 kr.
Skoða eignina Efstasund 61
Bílskúr
Skoða eignina Efstasund 61
Efstasund 61
104 Reykjavík
299.9 m2
Einbýlishús
936
650 þ.kr./m2
195.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin