Mánudagur 28. apríl
Fasteignaleitin
Skráð 25. apríl 2025
Deila eign
Deila

Efstaleiti 12

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-103
138.6 m2
4 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
198.000.000 kr.
Fermetraverð
1.428.571 kr./m2
Fasteignamat
101.850.000 kr.
Brunabótamat
112.100.000 kr.
GT
Guðmundur Th. Jónsson
Lögg. fasteiganasali
Byggt 1985
Þvottahús
Lyfta
Garður
Bílastæði
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2032770
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
6
Vatnslagnir
Endurnýjaðar
Raflagnir
Nýjar
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Ekki vitað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suður
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu stórglæsilega og algjörlega endurnýjaða 138,9 fermetra 4ra herbergja íbúð á 2. hæð auk sér bílastæðis í bílageymslu og mikillar og vandaðrar sameignar, sem m.a. er með sundlaug og heitum pottum, í mjög eftirsóttu og vönduðu fjölbýlishúsi húsi við Efstaleiti í Reykjavík "Breiðablik". 

Íbúðin er öll nýinnréttuð á afar vandaðan og smekklegan máta eftir teikningum Rutar Káradóttur.  Innréttingar eru allar sérsmíðaðar úr dökkbæsaðri eik, eldhústæki eru öll frá Miele og Liebherr, blöndunartæki eru öll frá Gessi, innbyggt hljóðkerfi er í loftum, gólfhitakerfi er í allri íbúðinni, innfelld lýsing er í öllum loftum og loftræstikerfi íbúðarinnar, sem er sér fyrir þessa íbúð, er allt nýtt. Innihurðir eru sérsmíðaðar stálhurðir með gleri í.

Húsvörður er búsettur í húsinu, í íbúð sem er í eigu húsfélagsins, og sér hann um daglegan rekstur hússins og viðhald.

Íbúðinni fylgir sér stæði í bílageymslu og hlutdeild í mikilli sameign hússins þar sem m.a. eru sundlaug, heitir pottar, gufubað og líkamsræktarsalur auk búningsklefa með góðri baðaðstöðu.  Á jarðhæð hússins er og sameiginlegur veislusalur með eldhúsi og billiardaðstöðu í kjallara auk stórra sameiginlegra geymslna.  Á hverri hæð hússins eru setustofur, lagðar náttúrugrjóti, bjartar og rúmgóðar.


Lýsing:

Forstofa, flísalögð og með viðarklæddum veggjum. 
Fataherbergi, innaf forstofu er flísalagt og með miklum sérsmíðuðum fataskápum með lýsingu í.
Herbergi I, er til hliðar við forstofu og er flísalagt. Innbyggður skápur í vegg, stórt sérsmíðað skrifborð og föst hilla.
Eldhús, opið við stofur, parketlagt, bjart og rúmgott.  Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar með miklu skápaplássi, innbyggðri uppþvottavél, tveimur innbyggðum ofnum og tveimur innbyggðum ísskápum með frystum.  Borð inni í skápum í eldhúsinnréttingu eru klædd með kvartsteini og einnig eru skápar klæddir að innan með marmara og speglum. Stór eyja með marmara á borði og hliðum og miklu skápaplássi. Í eyju er spanhelluborð með innbyggðum háfi.
Borðstofa, parketlögð og rúmgóð.
Stofa, parketlögð björt og rúmgóð með miklum gluggum til suðurs, frábæru útsýni og útgengi á stórar og skjólsælar suðursvalir. Svalagólf er ófrágengið, vatns- og raflögn er út á svalir.
Bókastofa, parketlögð og björt með föstum sérsmíðuðum hillum á heilum vegg og fallegu útsýni.  
Hjónasvíta, sem gengið er í um stálhurð með gleri í úr holi íbúðarinnar, skiptist þannig:
Gangur, parketlagður og með viðarklæddum veggjum með innbyggðum stórum spegli og flísalagðri súlu.
Hjónaherbergi, mjög stórt, parketlagt með föstum sérsmíðuðum innréttingum á heilum vegg og útgengi á svalir til suðurs. Frábært útsýni til suðurs og vesturs er frá herbergi og svölum.
Fataherbergi, parketlagt og stórt með 6 tvöföldum sérsmíðuðum innbyggðum skápum með lýsingu í og miklum skúffuplássi. 
Baðherbergi, sem bæði er gengið í úr forstofu og úr fataherbergi.  Flísalagt gólf og veggir, miklar innréttingar með tveimur vöskum, kvartsteini á borðum og hluta veggja, miklum speglaskápum með innbyggðri lýsingu, vegghengdu wc og flísa- og marmaralagðri sturtu með glerjum í.  Blöndunartæki eru öll frá GESSI og eru mjög vönduð. 
Þvottaherbergi, er innaf baðherbergi, flísalagt gólf og veggir og góð sérsmíðuð innrétting.

Í kjallara hússins eru:
Sér bílastæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu þar sem lagt hefur verið fyrir rafhleðslustöð.
Sérgeymsla, 11,1 fermetri að stærð.
Sameiginlegar geymslur í kjallara eru m.a. nýttar undir dekk o.fl.

Sameign hússins er mjög mikil. Á jarðhæð eru m.a. sameiginlegur veislusalur með innréttingum og sameiginleg líkamsræktaraðstaða með búningsklefum, saunu og sturtum. Á hverri hæð hússins eru miklir og rúmgóðir gangar með setustofum.

Lóðin, er fullfrágengin með fjölda bílastæða á malbikuðu plani, hellulögðum stéttum og fallegum gróðri. Baklóðin er öll afgirt og þar er m.a. að finna upphitaða stóra sundlaug og heita potta.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð miðsvæðis í Reykjavík þaðan sem stutt er í verslanir, þjónustu og út á stofnbrautir.
Einstök eign í einstöku húsi.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is

Helstu samstarfsaðilar og verktakar: (listinn er ekki tæmandi)

Rut Káradóttir, innanhúss arkitekt
Kappar ehf., innréttingasmíði
Ebson ehf., gólfefni
Eirvík ehf., heimilistæki
Lumex, lýsingahönnun og umsjón
Figaró, marmari og borðplötur
Suðulist, stálhurðir
Sérefni, málning
Flugger, málning
Pípari hússins sá um allar pípulagnir
Pons, loftadúkur
Artama, parketlögn og málning
Blikk og snikk  
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
27/03/202382.200.000 kr.103.000.000 kr.138.6 m2743.145 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1985
Fasteignanúmer
2032770
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
B1
Númer eignar
5
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
9.350.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Heklureitur - íbúð 507
Bílastæði
Heklureitur - íbúð 507
105 Reykjavík
152.9 m2
Fjölbýlishús
423
1405 þ.kr./m2
214.900.000 kr.
Skoða eignina Grensásvegur 1 F íb.703
Grensásvegur 1 F íb.703
108 Reykjavík
143.6 m2
Fjölbýlishús
43
1336 þ.kr./m2
191.900.000 kr.
Skoða eignina Laugaborg 401
Skoða eignina Laugaborg 401
Laugaborg 401
105 Reykjavík
143.3 m2
Fjölbýlishús
43
1249 þ.kr./m2
179.000.000 kr.
Skoða eignina Laugavegur 168
Bílastæði
Skoða eignina Laugavegur 168
Laugavegur 168
105 Reykjavík
139.8 m2
Fjölbýlishús
423
1423 þ.kr./m2
199.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin