Fimmtudagur 3. júlí
Fasteignaleitin
Skráð 23. maí 2025
Deila eign
Deila

Kolbeinsgata 2SELT MEÐ FYRIRVARA

EinbýlishúsNorðurland/Vopnafjörður-690
135.9 m2
7 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
9.900.000 kr.
Fermetraverð
72.848 kr./m2
Fasteignamat
19.650.000 kr.
Brunabótamat
55.050.000 kr.
Mynd af Þórdís Pála Reynisdóttir
Þórdís Pála Reynisdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1885
Þvottahús
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2171904
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Leigulóð
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali thordis@lindinfasteignir.is kynna:
Kolbeinsgata 2, Baldursheimur, Vopnafirði.
Það vantar hugsjónafólk til að kaupa Baldursheim (áður Einarshús) við Kolbeinsgötu 2 á Vopnafirði. Frederik A. Bald húsasmiðameistari frá Kaupmannahöfn byggði húsið árið 1885 eftir að hafa stýrt byggingu Alþingishússins.

Húsið skiptist í kjallara, hæð og ris ásamt viðbyggingu. Margt upprunalegt má enn finna í húsinu.
Þak viðbyggingingar lekur og einnig lekur þakið yfir baðherberginu sem einnig er í viðbyggingu og væri gott að bregðast sem fyrst við því en aðrar viðgerðir ætti að vera hægt að taka eftir hentugleikum.
Íbúðarhúsið sjálft var á 8. áratugnum klætt að utan en mögulega er upprunalega timburklæðningin heilleg innanundir.
Þá var einnig sett litað trapisustál á þakið.
Í kjallara eru kynditæki.
Viðbyggingin er með sérinngangi og hentar vel undir vinnustofu, verslun eða lítið þjónustufyrirtæki. Hún er klædd að utan með bárujárni og gluggar og gluggaumgjarðir eru með upprunalegu útliti. Gamlar verslunarinnréttingar eru í viðbyggingunni sem gefa henni aukinn sjarma.
Aðalhæð hússins er með hefðbundnu skipulagi gamalla timburhúsa. Komið er inn á gang og liggur fallegur stigi upp í rishæðina. Geymslukompa er undir stiganum. Svefnherbergi er á hægri hönd. Á vinstri hönd er komið inn í stofu sem virðist hafa verið múrhúðuð að innan og þaðan inn í aðra stofu og síðar inn i eldhús með búri til hliðar. Hurð er úr eldhúsinu í viðbyggingu og þaðan er hægt að ganga út í garðinn. Gangur liggur frá eldhúsi að viðbyggingu sem í eru baðherbergi og þvottahús. Á ganginum er lúga niður í kjallarann.
Í risi hússins var sjálfstæð íbúð með súðarherbergjum og einu kvistherbergi. Í risinu eru stofa, 3 svefnherbergi (eða 4 svefnherbergi), eldhús, aðstaða fyrir þvottavél, salerni. Einnig kompa með stiga upp á hanabjálka.
Hanabjálki er yfir húsinu og eru tígullaga gluggar á sitthvorum enda þess.
Baldursheimur er eitt af elstu húsum kauptúnsins við Vopnafjörð. Það var byggt af Frederik A. Bald húsasmíðameistara er byggði einnig Kaupvang og Guðjohnsenshús 8og var reyndar líka yfirsmiður við byggingu Alþingishússins og fleiri merkra húsa í Reykjavík., en hann beitti nýrri byggingartækni við byggingu þessara húsa. Þetta vandaða 19. aldar timburhús er hluti götumyndarinnar og mikilvægur hluti í þyrpingu elstu húsa Vopnafjarðar. Ástand hússins er sæmilegt, en þarfnast almenns viðhalds. Varðveislugildi Baldursheims er ótvírætt þegar litið er til aldurs, staðsetningar, byggingarstíls og byggingartækni. Húsið er friðað samkvæmt aldursákvæði laga um menningarminjar og stendur á merkilega svæði á Vopanfirði ásamt fleiri gömlum húsum og hefur verið rætt um svæðið sem verndarsvæði í byggð.
Lög um menningarminjar 80/2012
31. gr. Friðlýst hús og mannvirki.
 Óheimilt er að gera nokkrar breytingar á friðlýstu húsi eða mannvirki án vitundar Minjastofnunar Íslands. Við endurbætur og viðhald friðlýstra húsa og mannvirkja skal leita álits og ef til þarf leyfis Minjastofnunar Íslands með minnst sex vikna fyrirvara.
 Vilji eigandi friðlýstrar eignar ráðast í framkvæmd sem leyfi þarf til skal hann í umsókn sinni til Minjastofnunar Íslands lýsa fyrirhuguðum framkvæmdum og láta uppdrátt fylgja. Stofnunin skal svo fljótt sem við verður komið og í síðasta lagi innan fjögurra vikna frá því að umsókn berst gera eiganda grein fyrir afstöðu sinni. Setji stofnunin það skilyrði fyrir samþykki sínu að verk sé framkvæmt á tiltekinn annan hátt en tilgreindur er í umsókn er eiganda skylt að hlíta því. Sæki eigandi um styrk úr húsafriðunarsjóði vegna aukakostnaðar sem hlýst af tilmælum stofnunarinnar skal hann njóta forgangs eftir því sem skyldur sjóðsins og fjárreiður leyfa.
 Kostnaður sem hlýst af skilyrðum sem Minjastofnun Íslands setur, sbr. 2. mgr., greiðist úr húsafriðunarsjóði.
 Leyfi stofnunarinnar þarf til að setja skilti eða aðrar áletranir á friðlýst hús eða mannvirki.
 Brot á ákvæðum greinarinnar sæta viðurlögum skv. 177. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.
 32. gr. Spjöll á friðlýstu húsi eða mannvirki.
 Verði friðlýst hús eða mannvirki fyrir spjöllum af eldi eða öðrum ástæðum skal eigandi eða sá er afnot hefur af mannvirkinu gera Minjastofnun Íslands viðvart um það þegar í stað. Lætur stofnunin þá fara fram skoðunargerð og mat á spjöllum. Ef ráðist verður í endurbyggingu eða endurgerð gilda ákvæði 31. gr.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
05/12/202316.100.000 kr.7.500.000 kr.135.9 m255.187 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin