Falleg og stílhrein 3ja herbergja íbúð sem er töluvert endurnýjuð á 1. hæð við Hraunbæ 182-186 í Árbæ. Góð eign fyrir einstakling sem vill pláss eða par með barn. Sameiginlegur garður með leiktækjum. Örstutt í verslun, þjónustu og skemmtilegar göngu- og hjólaleiðir.
* Eldhúsinnrétting og tæki endurnýjuð 2020.
* Baðherbergi endurnýjað 2020
* Rafmagnsefni endurnýjað 2020.
* Gólfefni endurnýjuð 2020.
* Sér merkt stæði og hleðslustæði á bílaplani.Samkv. Fasteignskrá Íslands er eignin skráð 69,1 m2 og fyrirhugað fasteignamat 2025 er 48.050.000 kr. Nánari lýsing :
Anddyri er með flísar á gólfi og hengi fyrir yfirhafnir á vegg.
Hol sen er við hið barnaherbergis er með innbyggðum opnum skáp. Harðparket á gólfi.
Hjónaherbergi með innbyggðum opnum skápum. Harðparket á gólfi.
Herbergi með harðparket á gólfi.
Stofan er opin og björt í sameiginlegu rými með eldhúsi. Útgengt á góða vesturverönd sem eru meðfram allri framhlið íbúðarinnar. Harðparket á gólfi.
Eldhús með stórri hvítri eldhúsinnrétting, innbyggður ísskápur og uppþvottavél, ofn í vinnuhæð og eyja með spanhelluborði. Öll tæki frá 2020. Harðparket á gólfi.
Baðherbergi með upphengdu salerni, walkin sturtu með innbyggðum blöndunartækjum, skolvaskur með lítilli innréttingu undir og góðum skápum með speglum fyrir ofan. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara inná baði. Flísar á gólfi og fíbó strespó plötur á veggjum.
Lokuð sameign þar sem er sér 5,6 fm geymsla. Þvottahús og hjólageymsla í sameign.
Hússjóður 42.313kr- á mánuði.
Sérmerkt bílastæði og hleðslustöðvar á bílaplani.
Góð staðsetning sem er orðin mjög miðsvæðis í höfuðborginni, örstutt í verslun Krónunnar og Bónus, bakarí og almenna þjónustu. Stutt í skóla.Nánari upplýsingar veita:
Evert Guðmundsson Lgf. í síma nr 8233022 eða evert@palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.is
www.verdmat.is
Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.