Fasteignasalan TORG og Margrét Rós lgf. kynna í sölu fallegt 4ra herbergja endaraðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr við Hólmatún 22A, 225 Garðabæ. Um er að ræða bjarta og vel skipulagða eign með aukinni lofthæð að hluta og stórum garði með skjólgóðri timburverönd til suðurs og heitum potti. Frábært útsýni til sjávar. Lóðin er eignarlóð og er aðkoma að húsinu til fyrirmyndar, innkeyrsla og bílastæði eru hellulögð og eru tvö bílastæði á lóðinni. Rúmgóður geymsluskúr í garði í fylgir með. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Rós lgf. í s. 856-5858 eða margret@fstorg.isBirt heildarstærð eignar samkvæmt skv. fasteignaskrá HMS er 132,5 m² og skiptist í 103,4 m² íbúð og 29,1 m² bílskúr. Lóðin er 859,4 m² eignalóð. Fasteignamat næsta árs er 114.700.000.- kr. *** SÆKJA SÖLUYFIRLIT HÉR *** Einstaklega vel staðsett endaraðhús á rólegum og fjölskylduvænum stað innarlega í botngötu í fallegu og friðsælu hverfi á Álftanesi. leik- og grunnskólar eru í göngufæri ásamt íþróttaaðstöðu og sundlaug. Fallegar gönguleiðir um nesið og stutt í ljósa sandströnd og ósnorta náttúruna til að njóta útiverunnar.
Nánari lýsing: Komið er inn í
forstofu, þar er innangengt í
bílskúr. út forstofu er komið inn í
hol sem tengir saman aðrar vistverur íbúðar, en þar er einnig gengið út á skjólgóða
timburverönd og
bakgarð til suðurs. Á hægri hönd er lítið
barnaherbergi og á vinstri hönd er gangur og þar eru tvö rúmgóð
svefnherbergi og
baðherbergi. Úr holi er komið inn í opið og bjart
aðalrými hússins með hálf opið
eldhús,
stofu og
borðstofu.
Nánari lýsing og skipting eignarhluta: Forstofa er rúmgóð með náttúrflísu á gólfi. Innangengt í bílskúr.
Hol sem tengis saman önnur rými íbúðar með náttúruflísum á gólfi. Þaðan er einnig útgengi á timburverönd og í bakgarð.
Eldhús er opið við hol og borðstofu, snyrtileg innrétting með miklu skápaplássi og náttúruflísar á gólfi.
Stofa/borðstofa er björt og rúmgóð með parket á gólfi, aukinni lofthæð og innfelldri halogenlýsingu. Stór gluggi í stofu með útsýni til sjávar.
Svefnherbergi (I) inn af holi með parket á gólfi og tveimur gluggum.
Gangur inn af holi með parekt á gólfi og góðu skápaplássi, en þar eru tvö svefnherbergi og baðherbergi.
Svefnherbergi (II) inn af gangi, rúmgott með parket á gólfi og góðum glugga.
Hjónaherbergi er rúmgott inn af gangi með parket á gólfi, stórum glugga, góðum fataskáp og aukinni lofthæð.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með snyrtilegri innréttingu, salerni og sturtuklefa. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara á baði og lagnir til staðar.
Bílskúr er með flísum á gólfi og hillum á vegg ásamt tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Bakgarður er stór og snýr í suður. Skjólgóð og rúmgóð timburverönd er við húsið með heitum potti (sírennsli).
Geymsluskúr c.a. 7 m² sem stendur í garðinum fylgir með og nýtist vel sem geymsla fyrir garðáhöld o.fl.
Innkeyrslan er hellulögð og tveimur bílastæðum.
Ath - íbúð er ekki samkvæmt teikningu en herbergi skráð geymsla á teikningu var breytt í barnaherbergi. Hver virði er þín eign? Bókaðu frítt verðmat hérNánari upplýsingar veita:Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala /
s. 856-5858 / margret@fstorg.isAðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s. 773-3532 / adalsteinn@fstorg.is
KÍKTU Í HEIMSÓKN TIL MÍN Á FACEBOOKVILTU VITA HVAÐ VIÐSKIPTAVINIR OKKAR HAFA SEGJA? SMELLTU HÉRUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.