Miklaborg kynnir: Bjarta og vel skipulagða 4 herbergja endaíbúð á tveimur hæðum við Keilugranda í Reykjavík. Rúmgóðar suðursvalir og tvö baðherbergi og bílastæði í lokaðri bílageymslu . Frábær staðsetning í Vesturbænum í göngufæri við sjávarsíðuna, leik- og grunnskóla og íþróttarsvæði KR. Fyrirhugað fasteignamat eignarinnar fyrir árið 2026 er 93.250.000 kr.
Nánari upplýsingar gefur Vala Georgsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 695-0015. vala@miklaborg.is
Nánari lýsing.
Á aðalhæð er stofa, borðstofu, eldhús, eitt svefnherbergi, forstofu og baðherbergi en á efri hæð eru tvö svefnherbergi, baðherbergi og sjónvarpshol.
Gengið er inn á góðan forstofugang frá snyrtilegum stigagangi. Forstofuskápur með speglum. Frá gangi er gengið inn í parketlagt herbergi með skápum.
Baðherbergið er flísalegt með góðri hvítri innréttingu með lýsingu, baðkari og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Gluggi undir súð.
Stofan er með gluggum á tvo vegu og borðstofu. Frá stofu er gengið út á rúmgóðar suðursvalir. Eldhúsið er að hluta undir súð með neðri eldhússkápum á þrjá vegu og efri skápum þar sem eldavélin og ísskápurinn er. Efri skápar við borðkrók.Parketlagt eldhús, stofa og borðstofa.
Við enda stofu er góður viðarstigi upp á efri hæð íbúðar en þar er sjónvarpshol undir súð og hvítar flísar á gólfum.
Baðherbergi á efri hæð er með góðri baðinnréttingu með lýsingu; efri- og neðri skápum og auk þess er skápur undir súð. Lokaður sturtuklefi.
Herbergi með glugga undir súð og parketi á gólfi.
Hjónaherbergi er undir súð með góðum skápum og parketi á gólfum.
Íbúðin er á þriðju hæð sem er efsta hæðin í húsinu.
Bílastæði í bílageymslu er merkt númer 14.
Geymslan er á 1. hæð og einnig sameignlegt þvottahús og hjólageymsla.
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
107 | 133.6 | 94,9 | ||
107 | 105.7 | 97,9 | ||
107 | 102.2 | 97,3 | ||
107 | 110.6 | 99 | ||
104 | 107.6 | 94,9 |