Borgarsíða 14 - Vel skipulagt 6 herbergja einbýli, hæð og ris, við Borgarsíðu á Akureyri - Stærð 133,6 m².
Upplýsingar veitir Sigurður H. Þrastarson, siggithrastar@kaupa.is, s: 888-6661.
Eignin skiptist þannig að á neðri hæð er forstofa, þvottahús, eldhús, stofa og borðstofa/hol, baðherbergi og eitt svefnherbergi. Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi, salerni og hol.Forstofa er með flísum á gólfi og fatahengi.
Eldhúsið er með ljósri innréttingu og flísum á gólfi og þar er gólfhiti.
Borstofa er með flísum á gólfi og út úr henni er farið út í garð til suðurs. Gólfhiti.
Stofa er með parketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og gólfhita, hornbaðkari, sturtuklefa og upphengdu wc. Salerni er á efri hæð með flísum á gólfi.
Þvottahús og bakdyrainngangur eru á norðurhlið hússins.
Svefnherbergin eru 5 talsins, eitt á neðri hæð og fjögur á efri. Parket á gólfum þeirra allra og í fjórum þeirra eru lausir skápar sem fylgja með.
Hol á efri hæð er með parket á gólfi og hurð út á svalir til suðurs.
Geymsluloft er yfir húsinu.
Garðurinn er gróinn, mikill runna- og trjágróður. Hellulögð verönd er sunnan við hús og malborið bílaplan norðan við húsið. Einnig er hellulögð stétt framan við húsið við aðalinngang.
Gler hefur verið endurnýjað í tveimur gluggum við eldhús og borðstofu sem og í opnalegum fögum neðri hæðar.
Möguleiki er að byggja bílskúr við húsið. Er á afstöðumynd en þarf þó að sækja um leyfi til byggingar.
Vel staðsett eign inní botnlanga.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.