Mjög fallegt 4ra herbergja 108,2 einbýlishús á einni hæð við Sólvallagötu 4 í Hrísey, perlu Eyjarfjarðar. Húsið er vel staðsett ofarlega í eyjunni með fallegu útsýni.
Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.
Skipting eignar: Forstofa, hol, stofa, eldhús, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, þvottahús, geymsla.
Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 29.550.000 kr.
Nánari lýsing:
Forstofa með ljósum flísum á gólfi og yfirhafnaskáp.
Hol er rúmgott með parket á gólfi og er miðrýmið í húsinu og skiptir því skemmtilega upp, opið í eldhús og stofu.
Stofa er björt og falleg með stórum gluggum sem snúa til vesturs. Parket á gólfi .
Eldhús er snyrtilegt með eldri viðarinnréttingu og ljósum flísum milli skápa. Frá eldhúsi er gengið í þvottahús/vaskahús.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með dúk á gólfi og góðan fataskáp.
Barnaherbergi er 2, bæði rúmgóð með dúk á gólfi.
Baðherbergi er með baðkari með sturtu, góða innréttingu og dúk á gólfi.
Geymsla er með hillum og dúk á gólfi. Í geymslu er lúga upp á geymsluloft sem liggur yfir hluta hússins.
Þvottahús/vaskahús með vaskborði og hillum. Bakdyr út á lóð hússins.
Annað:
-Skjólgóður sólpallur er við suðurhlið hússins.
-Fallegur og gróinn garður
-Geymsluskúr er á lóð fyrir sláttuvél, grill o.þ.h.
þetta er sérlega falleg eign sem staðsett er í Hrísey, perlu Ejarfjarðar, sem er gróin og falleg eyja í utanverðum Eyjafirði. Ferjan Sævar gengur á milli Hríseyjar og Árskógssands á 2 tíma fresti allan daginn til 23 á kvöldin og tekur ferðin um 15 mínútur. Frá Árskógssandi er um 10 mín akstur til Dalvíkur og um 30 mín akstur til Akureyrar. Íbúar í Hrísey eru um 100 manns yfir veturinn, á sumrin bætist við mikið af sumarfólki sem dvelur í lengri eða skemmri tíma. Mikið menningarlíf er í Hrísey og er eyjan vinsæll ferðamannastaður. Þar má finna verslun, veitingahús, kaffihús, listagallerý, sundlaug/íþróttahús og fl. Í Hrísey er mikil náttúrurfegurð, litskrúðugt fuglalíf og margar skemmtilegar gönguleiðir þar sem hlaða má líkamlegar rafhlöður og njóta.
Nánari upplýsingar um eignina veitir Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is
Tekið skal fram að fasteignasali er sonur seljanda eignarinnar.