Domus Fasteignasala á Blönduósi kynnir í einkasölu Blöndubyggð 8, 540 Blönduós
Skoða kynningarmyndband af eigninniÍbúð á neðri hæð:Falleg og vel skipulögð 3 herbergja íbúð í kjallara. Heildarstærð samkvæmt Þjóðskrá Íslands: 51,6 m². Eign þessi er nú nýtt undir ferðaþjónustu en hentar bæði vel sem íbúð og til ferðaþjónustu.
Athugið: Eignin er stærri en birt stærð samkvæmt Þjóðskrá Íslands gefur til kynna.Lýsing eignarUm er að ræða fallega og vel skipulagða þriggja herbergja íbúð í kjallara við Blöndubyggð 8 á Blönduósi.
Íbúðin er björt og notaleg með góðu skipulagi, tveimur svefnherbergjum, rúmgóðri stofu/borðstofu, snyrtilegu eldhúsi og baðherbergi.
Nánari lýsingAnddyri: Flísar á gólfi og fatahengi.
Barnaherbergi: Parket á gólfi og fataskápur.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi og fataskápur.
Eldhús: Flísar á gólfi, eldhúsinnrétting með góðu skápaplássi, borðkrókur og gluggar.
Stofa / Borðstofa: Í samliggjandi rými með parketi á gólfi. Frá stofunni er útgengt á verönd sem snýr að garði.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og hluta veggja, sturtuklefi, baðinnrétting með neðri skáp og salerni.
Þvottahús: Sameiginlegt
Íbúð á efri hæð:Falleg og vel skipulögð 4 herbergja íbúð á 1. hæð. Heildarstærð samkvæmt Þjóðskrá Íslands: 109,0 m². Eign þessi er nú nýtt undir ferðaþjónustu en hentar bæði vel sem íbúð og til ferðaþjónustu.
Íbúð: 87,1 m²Bílskúr: 21,9 m²Lýsing eignarUm er að ræða bjarta og fallega fjögurra herbergja íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi við Blöndubyggð 8 á Blönduósi.
Eignin er vel skipulögð með þremur svefnherbergjum, rúmgóðu alrými með eldhúsi, stofu og borðstofu, auk snyrtilegs baðherbergis og góðs bílskúrs.
Nánari lýsingAnddyri: Flísar á gólfi og fatahengi.
Herbergi 1: Parketflísar á gólfi og fataskápur.
Herbergi 2: Parketflísar á gólfi og fataskápur.
Herbergi 3: Parketflísar á gólfi og fataskápur.
Eldhús / Stofa / Borðstofa: Rúmgott og bjart alrými með parketflísum á gólfi. Eldhúsinnrétting með góðu skápaplássi, borðkrókur og gluggar sem hleypa inn miklu ljósi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum, sturtuklefi, baðinnrétting með efri skáp, upphengt salerni og aðstaða fyrir þvottavél.
Þvottahús: Sameiginlegt með steyptu gólfi og niðurfalli.
Bílskúr: Bílskúrinn er 21,9 m², með steyptu gólfi og góðu aðgengi.
Staðsetning og umhverfiEignin er einstaklega vel staðsett í gamla bænum á Blönduósi, á rólegum og vinsælum stað með fallegu útsýni yfir Blöndu.
Stutt er í alla helstu þjónustu, grunnskóla, leikskóla og útivistarsvæði.
Upplýsingar veita Friðrik Halldór Brynjólfsson löggiltur fasteignasali s 662-8034 domus@domus.is
eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 891-9425 stefano@pacta.isForsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 64.480 kr.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.