Hraunhamar kynnir: Falleg og vel skipulögð 158 fm 5 herbergja íbúð á efstu hæð (þriðja hæð) í litlu fjölbýli með sérinngangi. Fallegar innréttingar og gólfefni. Skipting eignarinnar: Forstofa, hol. stofa, eldhús, gestasalerni, baðherbergi, þvottahús, borðstofa, stofa, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og tvennar svalir.
Nánari lýsing:Forstofa með fínum fataskápum.
Inn af
forstofunni er gestasalerni, steinn á vaskinum, gluggi.
Stór stofa og borðstofa, þaðan er utangengt á rúmgóðar svalir. Rafdrifnar gardínur í alrými.
Eldhúsið er með fallegri innréttingu og eyju.
Þrjú rúmgóð
barnaherbergi með fataskápum.
Hjónaherbergi með fataskápum þaðan er utangengt á svalir.
Baðherbergi: flísalagt í hólf og gólf, gluggi, baðinnrétting með stein á borði, baðkar og sturta.
Þvottaherbergi með innréttingu. Inn af er fín geymsla.
Möguleiki er að útbúa eitt herbergi til viðbótar á kostnað stofunnar og fá þannig 5 svefnherbergi en vera samt með ágæta stofu.Gólfefni eru harðparket og flísar. Um er að ræða sérlega fallega íbúð á þriðju hæð í sexbýli framarlega á Völlunum.
Sjón er sögu ríkari.
Stutt í alla þjónstu s.s. verslanir, skóla og leikskóla. Fallegar gönguleiðir og stutt í ósnorta náttúruna. Nánari upplýsingar veitir Hlynur Halldórsson löggiltur fasteignasali í síma 698-2603 eða í gegnum tölvupóst á hlynur@hraunhamar.isSkoðunarskylda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í rúm 40 ár. – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.