Fjögurra herbergja íbúð, 106,6 ferm., auk bílskúrs, 24,8 ferm., samtals 131,4 ferm., á neðri hæð í þríbýlishúsi að Gunnarsbraut 43 í Reykjavík.
Forstofa, gólf er flísalagt. Hol, gólf er er parketlagt. Stofa / borðstofa gólf er parketlagt, útgengi út á s-v svalir. Eldhús, gólf er parketlagt, eldri innréttingu. Baðherbergi, gólf er flísalagt, sturtuklefi Tvö svefnherbergi, bæði með fataskápum.
Á lóðinni er bílskúr sem tilheyrir íbúðinni. Í kjallara eru tvær geymslur, önnur köld, auk þess sameiginlegt þvottahús.
Skipt var um alla glugga og gler utan tvo (í minna herbergi og baðherbergi), fyrir fjórum árum (2021). Á sama tíma (2021) var réttur vatnshalli á svölum og skipt um handrið og svalahurð.
Húsið var steinað fyrir 8-9 árum, þá var skyggni yfir útidyrum 1. og 2. hæðar endursteypt. Þá var drenlögn hússins yfirfarin og endurnýjuð
Rafmagnstafla er upprunaleg, rafmagn er sér fyrir hverja hæð, utan að rafmagn í sameign í kjallara er sameiginlegt. Sl. haust var þakkantur og þakrennur hreinsaðar.
Fyrir liggur ástandsskoðun þakyfirborðs og kostnaðarmat, sem unnin var af fagmanni. Þar kemur fram, að ráðast þurfi í verulegar endurbætur á þaki hússins, þ.e. endurnýjun þakyfirborðs, einangrun, niðurföllum og þakrennum.
Þörf er á verulegum viðgerðum á sameign (þaki), svo og verulegu viðhaldi innandyra, baðherbergi, eldhúsi og gólfefnum. Einnig þarfnast bílskúrinn viðhalds. Ásett verð miðast við framangrindar upplýsingar.
Húsið var byggt árið 1944, þótt mikið hafi verið gert varðandi viðhald þess utanhúss, er komið að verulegum endurbótum innandyra, svo og utandyra og er eindregið hvatt til þess, að væntanlegir kaupendur skoði allt húsið gaumgæfilega, þ.m.t. þak.
Til þess að fá frekari upplýsingar eða bóka skoðun, hafið samband við Skúla Sigurðarson, löggiltan fasteignasala, í síma 898 7209, skuli@bjargfast.is