BYR fasteignasala kynnir í einkasölu SAMBYGGÐ 10 ÍBÚÐ 303, Þorlákshöfn. Endaíbúð á efstu hæð (þriðju) í fjölbýlishúsi í nálægð við miðbæ Þorlákshafnar. Smellið hér fyrir staðsetningu. ÍBÚÐ 303, ÞRIÐJA HÆÐ. Íbúðin er 78.1 m² auk geymslu 4.9 m² samtals 83.0 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag íbúðar: Skáli, eldhús, dagstofa, borðstofa, tvö svefnherbergi og baðherbergi.
Í sameign: Anddyri, sér geymsla, sameiginlegt þvottahús og sameiginleg vagna- og hjólageymsla.
* Laus til afhendingar við kaupsamning.
* Ásett verð miðar við ástand eignarinnar í dag. Möguleiki er á að kaupa eignina nýmálaða með nýju parketi þá er söluverð kr. 46.900.000.
Nánari lýsing:Skáli (anddyri íbúðar), þrefaldur fataskápur, flísar á gólf, innangengt er í eldhús úr skála.
Eldhús með rúmgóðri innréttingu, eldavél, vifta, stálvaskur, borðkrókur, parket á gólfi.
Stofa, borðstofa með parketi á gólfi, útgengt er frá stofu út á suður svalir.
Hjónaherbergi með fjórföldum fataskáp, parket á gólfi.
Herbergi, parket á gólfi.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, salerni, handlaug, baðkar, gluggi, tengi er fyrir þvottavél.
Sér
geymsla er á jarðhæð, 4.9 m² að stærð samkvæmt skráningu.
Í sameign á jarðhæð er auk sér geymslu, anddyri,
sameiginlegt þvottahús ásamt vagna- og hjólageymslu.
Húsið Sambyggð 10-12 er teiknað af Kjartani Sveinssyni byggingatæknifræðingi. Húsið er þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með tveimur stigagöngum, Sambyggð nr. 10 og Sambyggð nr. 12, átta íbúðir eru í hvorum stigagangi. Bílastæði við húsið eru sérmerkt. Húsið var klætt að utan árið 2021, skipt var um glugga (plastgluggar) og gler fyrir u.þ.b. 10 árum, járn á þaki hússins var einnig endurnýjað árið 2003.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 221-2718Stærð: Íbúð 78.1 m². Geymsla 4.9 m². Samtals 83.0 m².
Brunabótamat: 39.750.000 kr.
Fasteignamat: 35.100.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 38.950.000 kr.
Byggingarár: 1978.
Byggingarefni: Steypa.