Sunnudagur 17. ágúst
Fasteignaleitin
Skráð 11. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Mávahlíð 48

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
101 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
90.900.000 kr.
Fermetraverð
900.000 kr./m2
Fasteignamat
68.850.000 kr.
Brunabótamat
47.450.000 kr.
IF
Irpa Fönn Hlynsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1965
Garður
Fasteignanúmer
2030851
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Nýlegt
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
Ekki vitað
Þak
Nýlegt
Svalir
Nei
Byggingarstig
B4 - Fullgerð bygging
Matsstig
U - Leyfi útrunnið

Kaupstaður fasteignasala kynnir í einkasölu Mávahlíð 48, 105 Reykjavík.

Fjögurra herbergja íbúð í steinsteyptu húsi á fjórum hæðum með sér inngangi. Eign í vinsælu hverfi með grónum og snyrtilegum garði til suðvesturs. Tilvalin eign fyrir fjölskyldur og fyrstu kaupendur. Smellið hér fyrir staðsetningu.

ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG TILBOÐSGERÐ Á SÖLUSÍÐA EIGNARINNAR.

Skipulag íbúðar: anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, þrjú herbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsla.

Í sameign: sér geymsla, sér þvottahús, inntaksrými.

Nánari lýsing:

Anddyri, tvöfaldur fataskápur, parket.

Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Útgengt er út á hellulagða verönd í suðvestur, séreign íbúðar.

Eldhús, hvít innrétting, ofn í vinnuhæð, stálvaskur, helluborð, innbyggð uppþvottavél, ísskápur og frystir, tækjaskápur.

Herbergi I, inn af anddyri, parketlagt.

Herbergi II, parketlagt (merkt eldhús á teikningu).

Herbergi III, hjónaherbergi, fjórfaldur fataskápur, parketlagt.

Baðherbergi, flísar á gólfi og hiti í gólfum, upphengt salerni, walk-in sturta með flísum á veggjum, vaskinnrétting, handlaug á borði, handklæðaofn og lofttúða.

Geymsla, málað gólf, hillur.

Þvottahús, málað gólf, stálvaskur, snúrur, pláss fyrir þvottavél og þurrkara.

Garður, í sameign allra. Vel hirtur, gróinn og skjólgóður garður.

Helstu endurbætur:

2024 – Gluggar málaðir að utan

2023 – Íbúðin endurnýjuð að öllu leyti. Nýtt harðparket frá Birgisson lagt á öll gólf utan við baðherbergi. Baðherbergi tekið í gegn, flísalagt, settur hiti í gólf, skipt um tæki og innréttingar. Skipt um „heila“ í ofnum og þeir spreyjaðir. Eldhús fært og endurnýjað, skipt um öll tæki og innréttingar. Nýjar hurðir og gardínur sett í öll rými.

2022 – Skipt um nagla í þaki og það yfirfarið. Skipt var um þak fyrir 10-12 árum.

2018 – Ný rafmagnstafla í sameign.

2015 – Húsið steinað að utan.

Staðsetning: Stutt er í ýmsa þjónustu, leik-, grunn-, framhaldsskóla og verslun. Eignin er í göngufæri við miðbæinn, Klambratún og Öskjuhlíð. Róleg og gróin gata í vinsælu hverfi í Hlíðunum. Tilvalin eign fyrir fjölskyldur og fyrstu kaupendur.

Samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu: Birt stærð séreignar í mhl. 01 101,0m². Eignin er íbúð staðsett í rými 00-01, stærð 92,7 fermetrar, einnig tilheyrir eigninni tvær sérgeymslur, rými 00-02 stærð 5,7 fermetrar og rými 00-05 stærð 2,6 fermetrar. Eigninni tilheyrir hlutdeild í sameign allra. Eignin hefur sérafnotarétt af sólpalli einingu 00-09, stærð 7,9 fermetrar. Hlutfallstölur í mhl01. 20,36% Hlutfallstölur í mhl02. 0,00% Hlutfallstölur í lóð 18,57%

Mávahlíð 48, íbúð í kjallara, 101m² samkvæmt skráningu HMS.

Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kaupstaður fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Upplýsingar sem koma fram í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1,6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 79.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða er umsýslugjald 129.900 m.vsk.

Allar nánari upplýsingar á skrifstofu: www.kaupstadur.is | Borgartún 29, 105 Reykjavík | Kaupstaður

Opið alla virka daga milli kl. 10:00-15:00. Svarað er í síma milli kl. 09:00-16:00.

Nánari upplýsingar í síma 4540000 eða kaupstadur@kaupstadur.is

DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
26/08/202248.350.000 kr.69.900.000 kr.101 m2692.079 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Borgartún 24 - íbúð 601
Bílastæði
Borgartún 24 - íbúð 601
105 Reykjavík
81.5 m2
Fjölbýlishús
312
1164 þ.kr./m2
94.900.000 kr.
Skoða eignina Laugavegur 168 íb510 Heklureitur
Bílastæði
Laugavegur 168 íb510 Heklureitur
105 Reykjavík
77.6 m2
Fjölbýlishús
312
1197 þ.kr./m2
92.900.000 kr.
Skoða eignina Laugavegur 168 íb205 Heklureitur
Laugavegur 168 íb205 Heklureitur
105 Reykjavík
83.7 m2
Fjölbýlishús
312
1074 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Mánatún 13
Bílastæði
Skoða eignina Mánatún 13
Mánatún 13
105 Reykjavík
105.1 m2
Fjölbýlishús
312
903 þ.kr./m2
94.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin