Föstudagur 9. maí
Fasteignaleitin
Skráð 12. apríl 2025
Deila eign
Deila

Mosavegur 9

SumarhúsSuðurland/Selfoss-806
85.3 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
49.500.000 kr.
Fermetraverð
580.305 kr./m2
Fasteignamat
44.900.000 kr.
Brunabótamat
47.400.000 kr.
Mynd af Guðrún Hulda Ólafsdóttir
Guðrún Hulda Ólafsdóttir
Lögmaður og löggiltur fasteigna- fyrirtækja og skipasali
Byggt 2006
Þvottahús
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2293282
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
sagt í lagi
Raflagnir
sagt í lagi
Frárennslislagnir
sagt í lagi
Gluggar / Gler
sagt í lagi
Þak
sagt í lagi
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Lögheimili og Guðrún Hulda Ólafsdóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali kynnir í einkasölu:
Einstaklega fallegan, velumgenginn og vel staðsettan sumarbústaður byggðan 2006 við Mosaveg 9 í landi Úthlíðar í Biskupstungum,  Bláskógabyggð.  Bústaðurinn  er 85,3fm á einni hæð með góðri lofthæð og stendur á stendur  á 4.549 fm lóð.  Bústaðurinn stendur á steyptri plötu og er gólfhiti í eigninni. 

Bókið skoðun hjá Guðrúnu Huldu Ólafsdóttur í síma 845-7445 eða á netfangið gudrun@logheimili.is

Eignin skiptist í forstofu og 3 svefnherbergi, hjónaherbergi, stofu/ borðstofu, eldhús, opið rými, baðherbergi, þvottaherbergi/geymslu og geymsluskúr Geymsluskúr á palli óskráður.  Skjólsæl verönd úr timbri skráð 95,8 fm skv. fmr. með heitum potti.

Bústaðurinn er fullbúinn með hitaveitu, köldu vatni og rafmagni. Hiti er í gólfum á allri eigninni. 

Nánari lýsing eignar:
Forstofa: flísalögð með fatahengi.
Svefnherbergi I (Hjónaherbergi): rúmgott með opnum fataskáp. Plastparket á gólfi.
Herbergi II: tvöföld neðri koja og einfaldöld efri koja. Plastparket á gólfi.
Herbergi III: rúm og einfaldöld efri koja. Plastparket á gólfi.
Baðherbergi: falleg innrétting, flísar á gólfi og í kringum vegghengt salerni með innfelldum kassa, góður sturtuklefi.
Stofa/borðstofa: bjart rými með miklum gluggum og aukinni lofthæð.
Eldhús: falleg innrétting með uppþvottavél og ísskáp. Flísar á gólfi og aukin lofthæð.
Opið rými: tengir saman eignina, útgengi á stóra skjólgóða verönd með heitum potti.
Þvottaherbergi/geymsla: sérinngangur fyrir framan inngang í húsið. Þar er einnig hitastýring fyrir gólfhita. Þvottavél, þurrkari og ísskápur með frysti.
Geymsluskúr: vandaður frágangur, gengið er að honum af veröndi. (sambyggður húsinu) 
Lóðin er vel gróin og falleg.

Aðkoma á svæði:  Svæðið er lokað og aðgengi í gegnum rafmagnshlið inn á svæðið.
Húsgögn fylgja:  Öll húsgögn sem voru til staðar í sýningu geta fylgt kaupunum.  Myndir og aðrir persónulegir munir fylgja þó ekki.

Stutt er á 3 golfvelli, útivistar og göngusvæði, Gullfoss og Geysir eru í sirka 10 - 15 mín. akstri frá sumarhúsinu. Flúðir og Laugarvatn sirka 15 mín. akstur.

Viðhald eignarinnar síðustu ár:
2023. Borið á húsið og pallinn.
2021. Stýringar settar fyrir gólfhita og heitan pott.


Bókið skoðun hjá Guðrúnu Huldu Ólafsdóttur í síma 845-7445 eða á netfangið gudrun@logheimili.is


Allar nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Hulda Ólafsdóttir
Lögmaður og löggiltur fasteignasali
Sími 845-7445 eða á netfangi gudrun@logheimili.is


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skila. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár og til seljenda.  Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga nr. 40/2002 um fasteignakaup  og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum nr. 40/2002 um fasteignakaup er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalar sem starfa á Lögheimili eignamiðlun fasteignasölu benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
- Stimpilgjald af kaupsamningi er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá eða sbr. kauptilboð.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
22/06/202028.300.000 kr.29.900.000 kr.85.3 m2350.527 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Guðmundarbraut 3, rétt við Reykholt
Guðmundarbraut 3, rétt við Reykholt
806 Selfoss
94 m2
Sumarhús
413
531 þ.kr./m2
49.900.000 kr.
Skoða eignina Hofsvík 7
Skoða eignina Hofsvík 7
Hofsvík 7
805 Selfoss
73.8 m2
Sumarhús
322
676 þ.kr./m2
49.900.000 kr.
Skoða eignina Hofsvík 2
Skoða eignina Hofsvík 2
Hofsvík 2
805 Selfoss
73.8 m2
Sumarhús
322
676 þ.kr./m2
49.900.000 kr.
Skoða eignina Brúnavegur 23
Skoða eignina Brúnavegur 23
Brúnavegur 23
805 Selfoss
73.2 m2
Sumarhús
54
682 þ.kr./m2
49.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin