Fasteignasalan TORG: kynnir bjarta og fallega 2ja herbergja kjallara íbúð á frábærum stað á Háaleitsbraut 103. Birt stærð er 70,2 fm og þar af 23 fm bílskúr og geymsla í kjallara skráð 1,3 fm en gólfflötur er mun stærri. Frábær eign fyrir fyrstu kaupendur og möguleiki á fínum leigutekjum. Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar lgfs. í síma 822-9415 eða gunnar@fstorg.isNánari lýsing:Komið er inn í
forstofu með flísum á gólfi, lítil geymsla er beint við innganginn og er nýtt sem geymsla eða fatahengi í dag. Frá forstofu er innangengt inn í
eldhús með ljósri innréttingu. Bakaraofn er í innréttingu og nýleg uppþvottavél fylgir með. Móti eldhúsi er
baðherbergi með nýlegri innréttingu og flísum á gólfi. Gengið er svo inn í bjarta
stofu með parketi á gólfi og stórum gluggum sem snúa út í garð. Innan af stofu er rúmgott
svefnherbergi með korki á gólfi og fataskáp. Góð geymsla í kjallara fylgir með eigninni sem og 23 fm
bílskúr með heitu og köldu vatni sem og rafmagni. Hægt er að fá fínar leigutekjur af bílskúrnum. Húsið er almennt í góðu standi og sameign snyrtileg.
Sameiginlegt þvottahús er í sameign í kjallara. Lóðin er stór í kring um húsið og mjög fjölskylduvæn. Þar er leikvöllur með mikið af tækjum, eins og rólur, vega salt, rennibraut, sandkassi og körfuboltaspjald.
Húsið var málað að utan árið 2017, nýtt þak frá 2016. Teppi á stigahúsi er frá frá 2016 og sameign máluð sama ár.
Stutt er í þjónustukjarna, s.s. verslanir, bakarí, vínbúð, veitingastaði og aðra þjónustu.
Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar lgfs. í síma 822-9415 eða gunnar@fstorg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald kr. 2.700.- kr. af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sanneynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.