Guðmundur Þór Júlíusson og Ástþór Reynir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:Virkilega fallega þriggja herbergja, samtals 124,1 fm. Íbúð með stæði í lokaðri bílageymslu í góðu fjölbýlishúsi í Grafarvoginum. Frábær staðsetning í barnvænu hverfi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla.
Bókið skoðun hjá Gumma Júl í síma 858-7410 eða með tölvupósti á netfangið gj@remax.is eða á Ástþór Reyni í síma 899-6753 eða með tölvupósti á netfangið arg@remax.isSamkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 124,1 fm, flatarmál íbúðarrýmis er 90,7fm og flatarmál geymslu er 5,3fm. Bílastæði er skráð í fermetra fjölda íbúðar og telur það 28,1 fm
Íbúðin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, bjarta stofu/borðstofu, eldhús, sér þvottahús og útgengi á rúmgóðan sólpall.
Nánari lýsing:Forstofa er flísalögð með svörtum fataskápum.
Stofa/borðstofa er björt og opin með harpðparketi á gólfi með útgengi út á rúmgóða sólpall.
Eldhús er með harðparketi á gólfum, eldhúsinnrétting með efri og neðriskápum, flísar á milli efri og neðri skápa, bakarofn í vinnuhæð.
Hjónaherbergi er með harðparketi á gólfi og með fataskápum.
Barnaherbergi er rúmgott, harðparketl á gólfi og fataskápur.
Baðherbergi er með flísum á gólfum og veggjum, hvítri innréttingu og speglaskáp að ofan ásamt baðkari með sturtu.
Þvottahús er flotað með góðum hillum.
Geymsla er í sameign með máluðu gólfi og hillum (5,3 fm.)
Bílageymsla er lokuð, stæði skráð (28,1 fm). Þvottaaðstaða er í bílageymslunni.Eigninni hefur verið vel viðhaldið:
2024: Skipt um glugga í Svefnherbergjum.
2025: Múr og málun á blokkinni.
Sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu á jarðhæð.Allar nánari upplýsingar um eignina veitir: Guðmundur Þór Júlíusson löggiltur fasteignasali í síma
858-7410 eða gj@remax.is
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma
899-6753 eða arg@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.