Domusnova Akranesi og Soffía Sóley lögg.fasteignasali kynna:
Esjubraut 33, Akranesi BÍLSKÚR 50 FM og frábært útsýni til norðurs, yfir Kalmansvíkina og þaðan til fjalla.
127,6 fm einbýlishús, með 50,4 fm. bílskúr. Samtals 178 fm.
Lýsing:
Bíslag fyrir fram aðalinngang.
Góð forstofa með flísum á gólfi, þaðan sem er innangengt í bílskúrinn. Gestasnyrting.
Úr forstofu er komið inní hol, stofu og borðstofu með parketi á gólfum. Halogen loftljós í stofu. Dyr útá stóra verönd úr stofu.
Eldhús er með hvítri innréttingu og kork á gólfi. Innaf eldhúsi er búr með hillum og þvottaherbergi, dyr úti bakgarð. Sér inngangur bakatil í lagna/inntaksherbergi.
Glerhurð er fyrir svefnherbergisálmu.
3 svefnherbergi, parket og dúkur á gólfum. Góðir skápar í hjónaherbergi.
Baðherbergi með innréttingu, flísum á gólfi, baðkari m.sturtu og góðri innréttingu.
Bílskúr, stór og rúmgóður, búið að innrétta herbergi (með glugga) Innangengt úr forstofu. Dyr útí bakgarð.
Malbikað bílaplan.
Vel hefur verið hugsað um garðinn sem er vel gróinn með fjölærum plöntum, bæði í reitum og pottum. Fyrir framan húsið er garðurinn að hluta hellulagður og þar er búið er að koma fyrir gróðurhúsi (vantar glerið) Stór timburverönd sem nær yfir það sem eftir er að garðinum fyrir framan húsið fyrir utan nokkra fermetra þar sem að eru gróðurreitir. Á veröndinni er búið að byggja yfir heita pottinn og útbúa geymslu. Garðurinn er afgirtur með fallegum skjólborðum. Bakvið húsið eru nytjajurtir og berjatré.
Annað:
Bílskúrinn var stækkaður og endurbyggður frá grunni 2009 ásamt bíslagi, forstofu og gestasnyrtingu 2009. (timburhluti hússins) Nýbyggingarhlutinn er klæddur með steni. Eftir að klæða bakhlið sem snýr að WC, steniefni fylgir.
Gluggar og gler í stofu og eldhúsi auk hurðar útá veröndina var endurnýjað 2017. Gler og gluggar í herbergjum voru endurnýjaðir 2009. Gluggar frá PGV framtíðarform í Grindavík.
Ofnalagnir endurn. úr stofu yfir í nýbygginguna. Þrýstijafnir settur upp 2024. Neysluvatnslagnir endurnýjaðar í eldhúsi. Suðurhliðin er að hluta klædd með steniklæðningu. (svefnherbergishlutinn)
Frárennslilagnir voru myndaðar undir húsi og út í götu vorið 2008 og voru í lagi þá.
Nánari upplýsingar veitir.
Soffía Sóley Magnúsdóttir löggiltur fasteignasali soffia@domusnova.is / sími 846-4144
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.