LIND Fasteignasala & Ragnhildur Finnbogadóttir, löggiltur fasteignasali, kynna til sölu:
Fallega & bjarta fimm herbergja íbúð á hæð, við Dyngjuveg 12, 104 Reykjavík.
Íbúðin er vel skipulögð & hefur verið innréttuð á sérlega vandaðan og smekklegan hátt.
Skráð stærð eignar skv. FMR er 130.7 fm og skiptist í íbúð 122.4 fm og geymslu 8.3 fm. Íbúðin er merkt 01-01.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Finnbogadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 772-2791 eða adda@fastlind.is
Eignin skiptist í:
Forstofu, þrjú svefnherbergi, eldhús, borðstofu, stofu, baðherbergi og geymslu.
Nánari lýsing eignar:
Anddyri: með Terrazzo steinflísum og hita í gólfi.
Forstofa/hol: tengir öll rými heimilisins. Er með rúmgóðum sérsmíðuðum fataskáp og viðar parketi frá Birgisson á gólfi.
Eldhús & borðstofa: tengjast í bjart og fallegt rými. Eldhúsið er með innréttingu frá Brúnási, með hvítum efri skápum og gráum neðriskápum, með ljósum Quartz stein á borðum og á milli efri og neðri skápa. Innbyggð uppþvottavél og bakaraofn í vinnuhæð. Eyja með spanhelluborði frá Miele og lofthengdum eyjuháf fyrir ofan. Pláss er fyrir barstóla við eyju og rými fyrir vínkæli.
-Útgengt er úr eldhúsi út á suðaustur svalir og úr borðstofu út á suður svalir með fallegu útsýni.
Stofa: rúmgóð með viðar parketi á gólfi.
Baðherbergi: flísalagt hólf í gólf. Dökkbrún innrétting með handlaug og Quartz borðplötu, spegill fyrir ofan með baklýsingu. Upphengt salerni og sturta með glerþili. Blöndunartæki á baðherbergi eru frá Lusso Stone og eru innbyggð, bæði í sturtu og við handlaug. Terrazzo steinflísar á gólfi og hluta veggja. Hiti í gólfi og í vegg hjá snögum fyrir handklæði.
Hjónaherbergi: með parketi á gólfi og rúmgóðum fataskápum. Útgengt út á suðaustur svalir.
Svefnherbergi 1: með viðar parketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 2: með viðar parketi á gólfi.
Geymsla : 8.3 fm, staðsett í sameign í kjallara.
Þvottahús: er sameiginlegt í sameign.
Bílskúrsréttur & bílastæði: eignin á bílskúrsrétt við húsið og sérafnotarétt af bílastæði þar fyrir framan.
Garður: er sameiginlegur. Eigninni tilheyrir rúmgóður suður pallur.
Dyngjuvegur 12 er vel staðsett eign í vinsælu hverfi í Laugardalnum í Reykjavík, þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, eins og t.d. skóla, leikskóla, verslanir, sund, líkamsrækt, heilsugæslu.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Finnbogadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 772-2791 eða adda@fastlind.is
Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.