Föstudagur 4. apríl
Fasteignaleitin
Opið hús:07. apríl kl 17:30-18:00
Skráð 2. apríl 2025
Deila eign
Deila

Sóleyjarimi 13

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
141.5 m2
3 Herb.
Verð
109.900.000 kr.
Fermetraverð
776.678 kr./m2
Fasteignamat
88.750.000 kr.
Brunabótamat
70.800.000 kr.
Mynd af Berglind Hólm Birgisdóttir
Berglind Hólm Birgisdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2015
Fasteignanúmer
2354046
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
3
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Berglind Hólm lgfs. og RE/MAX kynna: Einstaklega falleg og rúmgóð 3ja herbergja íbúð með tveimur baðherbergjum og sér þvottahúsi á jarðhæð með sérinngangi í rólegum botnlanga í Sóleyjarima í Grafarvogi. Eigninni fylgir sérmerkt bílastæði beint fyrir framan húsið. Um er að ræða vandað og sérlega fallegt fjölbýlishús á tveimur hæðum þar sem allar eignir eru með sér inngang. Eignin skiptist í rúmgóða forstofu, 60 m2 alrými með eldhúsi, stofu, borðstofu og sjónvarpsstofu, tvö stór svefnherbergi, tvö baðherbergi með sturtu, fataherbergi, rúmgott þvottaherbergi og sér geymslu í sameign. Í eigninni er gólfhiti í öllum rýmum og allar innréttingar eru sérsmíðaðar. Útgengt úr íbúðinni bæði að framan á steyptan sérafnotareit sem snýr í suðvestur og einni að aftan út í sameiginlegan garð þar sem einnig er sérafnotareitur sem fylgir íbúðinni. Á bílastæðinu fyrir framan húsið er búið að setja upp hleðslustöðar fyrir rafmagnsbíla sem íbúðar geta nýtt sér. 
Eign í sérflokki.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is
 
Nánari lýsing eignar:

Einkabílastæði er beint fyrir framan íbúðina og gengið er að íbúðinni beint af jarðhæð. Fyrir framan íbúðina er skjólgóður sérafnotareitur sem snýr í suðvestur.
Forstofa: komið er inn í forstofu með fallegum ljósum 60 x 60 cm flísum á gólfi og fimmföldum hvítum fataskáp sem nær upp í loft og veggja á milli.
Baðherbergi nr.1: Inn af forstofunni er rúmgott baðherbergi með fallegum sandgráum 60 x 60 cm flísum á gólfi og á tvo veggi í votrýmum. Stór sturta með glervegg er á baðherberginu beint á gólf. Innrétting undir vaski er hvít með dökkri granít borðplötu. Fyrir ofan vask er stór spegill og hulin lýsing. Handklæðaofn er á vegg.
Alrými: Eldhús, sjónvarpsstofa, borðstofa og setustofa
Eldhús:
Eldhúsið er sérlega skemmtilega hannað. Góð innrétting með miklu skápaplássi er felld inn í einn vegg og stór eyja á móti. Innréttingin er sérlega skemmtileg þar sem vaskur og vinnuborð er fellt inn í innréttinguna og góðir skápar og skúffur þar í kring sem ná upp í loft. Eyjan er einnig með mjög góðu vinnuplássi ásamt eldunaraðstöðu með gufugleypi fyrir ofan úr lofti. Granít steinn er á borðum. Eldhúsið er í opnu rými með stofunni.
Sjónvarpsstofa, borðstofa og setustofa: Stofan er sérlega rúmgóð og rúmar vel setustofu, borðstofu og sjónvarpsstofu. Fallegt harðparket er á gólfi og innfeld lýsing er í loftum. Útgengt er út á suðvestur sérafnotareit frá stofunni.
Hjónasvíta: Hjónaherbergi, baðherbergi, fataherbergi
Hjónaherbergi:
Hjónaherbergið er mjög rúmgott með fallegu harðparketi á gólfi og fallegum gluggum sem snúa að bakgarði hússins.
Baðherbergi nr.2: Baðherbergi er inn af hjónaherberginu. Fallegar 60 x 60 cm sandgráar flísar eru á gólfi og á tveimur veggjum hjá votrýmum. Stór sturta er beint á gólf með glervegg. Góð hvít innrétting er undir vaski með dökkri granít borðplötu og stórum spegil á vegg fyrir ofan vask. Handklæðaofn er á vegg. Rennihurð skilur á milli baðherbergis og hjónaherbergis.
Fataherbergi: Inn af hjónaherberginu er einnig fataherbergi með opnanlegum glugga og innréttingu sem nær upp í loft með góðum hillum, skúffum og hengi. Rennihurð skilur á milli hjónaherbergis og fataherbergis.
Barnaherbergi: Mjög stór auka herbergi er í íbúðinni með fallegu harðparket á gólfi og tvöföldum fataskáp sem nær upp í loft. Útgengt er frá herberginu út í garðinn á bak við húsið. Herbergið er 14,7 m2
Þvottaherbergi: Rúmgott tæplega 7 m2 þvottaherbergi er innan íbúðar með fallegum flísum á gólfi og góðri hvítri innréttingu sem nær upp í loft. Í innréttingunni er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð með bæði skúffum og skápum fyrir ofan og neðan. Einnig er vinnuvaskur og vinnuborð.
Geymsla: Íbúðinni fylgir sérgeymsla í sameign sem skráð er 7,9 m2.
Hjóla- og vagnageymsla: Í sameign er rúmgóð hjóla- og vagnageymsla sem sameiginleg er fyrir allar íbúðir hússins.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
10/01/201746.150.000 kr.49.900.000 kr.141.5 m2352.650 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vættaborgir 90
Bílskúr
Skoða eignina Vættaborgir 90
Vættaborgir 90
112 Reykjavík
141.9 m2
Raðhús
514
760 þ.kr./m2
107.900.000 kr.
Skoða eignina Jöfursbás 5
Bílastæði
Skoða eignina Jöfursbás 5
Jöfursbás 5
112 Reykjavík
115.2 m2
Fjölbýlishús
312
997 þ.kr./m2
114.900.000 kr.
Skoða eignina Jöfursbás 5
Bílastæði
Skoða eignina Jöfursbás 5
Jöfursbás 5
112 Reykjavík
125.8 m2
Fjölbýlishús
312
897 þ.kr./m2
112.900.000 kr.
Skoða eignina Jöfursbás 5D - íb. 401
Bílastæði
Jöfursbás 5D - íb. 401
112 Reykjavík
125.8 m2
Fjölbýlishús
322
897 þ.kr./m2
112.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin