Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 3ja herb. íbúð á 3. hæð að Lundarbrekku 10 í Kópavogi. Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Íbúðin er skráð 3ja herbergja, en útbúið var auka herbergi í hluta af stofu. Útgengi er út á suðursvalir frá stofu. Göngufæri er í leik- og grunnskóla. Einnig er göngufæri í helstu þjónustu og verslanir.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is
Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, tvö herbergi, baðherbergi og geymslu. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 86,5 m2.**HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI, INNI- OG ÚTI. KÍKTU Í HEIMSÓKN !*SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ YKKUR Í OPIÐ HÚS MIÐVIKUD. 20. NÓV.! Söluyfirlit má nálgast hérNánari lýsing:Forstofa er inn af utanáliggjandi stigagangi. Stigahús er rúmgott og teppalagt. Gengið upp tvær hæðir frá götu. Innan íbúðar er komið inn á hvítar gólfflísar. Inn af forstofu er geymsla íbúðar.
Herbergi I er með tvöföldum fataskáp. Dúkur á gólfi. Gluggar snúa til norðurs.
Herbergi II er innst á svefnherbergisgangi. Viðarfataskápur með rennihurðum fyllir einn vegg. Gluggar snúa til suðurs út í garð. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með dökkum gólfflísum sem ná upp hluta veggja. Sturtubotn með möttu gleri. Upphengt salerni og hvít innrétting undir handlaug og veggfestur speglaskápur.
Eldhús er með eldri hvítri innréttingu og opnum efri skápum. Dúkur á gólfi.
Stofa er björt með gluggum til suðurs. Í hluta af stofu er búið að útbúa herbergi. Út frá stofu er gengið út á suðursvalir. Parket á gólfi stofu.
Geymsla er inn af forstofu. Einnig er sér óskráð geymsla í sameign á 1. hæð sem ekki inni í fermetra tölu eignar.
Þvottahús er í sameign á sömu hæð og íbúðin. Fimm íbúðir deila því þvottahúsi. Hver með sína vél.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign á 1. hæð (götuhæð). Þar er einnig sorpgeymsla.
Bílastæði eru úti á lóð. Húsfélagið hefur merkt hluta af bílastæðunum og hefur þessi íbúð afnot að einu stæði nálægt inngangi inn í hús. Hægt er að aka bílum upp að dyrum til þæginda fyrir fólk.
Lóð er gróin með grasflötum aftan og framan við hús. Einnig er hellulögð stétt framan við hús.
Sjálvirkur hurðaopnari er á útidyrahurð, tengt dyrasíma.
Framkvæmdir á Húsinu að utan:Pappi á þaki endurnýjaður 2016, nýtt dyrasímakerfi og rafmagnstafla endurnyjuð fyrir nokkru sameign. Norðurhlið máluð 2020 og suðurhlið máluð að mestu leiti og múrviðgerð. Norðurhlið máluð innan á svölum og málun á suðurhlið kláruð 2021. Gler og gluggar yfirfarið 2020 og gluggar endurnýjaðir og viðgerðir þar sem þörf var á (mismunandi eftir íbúðum). Nýlega var skipt um þrýstijafnara fyrir heitt vatn í sameig. Verið er að gera við austurgafl á húsi og til er fyrir þeim framkvæmdum. Fyrirhugað er að skipta um teppi í sameign.
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-