Ragna Valdís Sigurjónsdóttir, löggiltur fasteignasali S.846-6581 og Hús fasteignasala. kynna í einkasölu, snyrtilega þriggja herbergja íbúð á 1.hæð við Álfheima 36, 104 Reykjavík. Frábær staðsetning við Laugardalinn þar sem stutt er í skóla og verslanir.
Að innann skiptist eignin í, forstofu, hol, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og stofu.
Forstofa er opin með fínum fataskáp og harðparketi á gólfi.
Fín U-laga innrétting er í eldhúsi, borðkrókur og korkur á gólfi.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Stofan er björt og rúmgóð með harðparketi á gólfi, útgengt er út á suður svalir.
Baðherbergi er flísalagt og fibo plötur á veggjum, upphengt salerni, baðkar og fín innrétting.
Nýtt harðparket á gólfum í alrými og svefnherbergjum, nýjar flísar eru á baðherbergi, klósettkassi og baðkar nýtt.
Sameiginlegt þvottahús er í kjallara.
Húsið er steypt og er byggt árið 1961.
28 bílastæði eru austan við húsið (meðfram götu). Þau eru sameiginleg allri blokkinni.
Tvær hleðslustöðvar eru fyrir utan blokkina.
Eignin Álfheimar 36 er skráð sem hér segir hjá FMR: birt stærð 78.2 fm. Íbúð 71,2fm og geymsla í kjallara 7fm.
Nánari upplýsingar veitir Ragna Valdís Sigurjónsdóttir, Löggiltur fasteignasali, í síma 846-6581, tölvupóstur ragna@husfasteign.is.
,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.