Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega glæsilegt, vandað og afar vel skipulagt 226,0 fermetra einbýlishús á einni hæð á stórri eignarlóð í enda götu á glæsilegum útsýnisstað við Fálkastíg á Álftanesi.
Framlóð hússins er öll nýendurnýjuð með steyptum veröndum og innkeyrslu með hitalögnum undir auk þess sem reistur var veggur á steyptum undirstöðum á lóðarmörkum á milli húsa. Baðherbergi er nýtt og virkilega glæsilegt.
Fyrirhugað fasteignamat eignarinnar fyrir árið 2026 er kr. 163.350.000.-
Eignin skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, hol, samliggjandi stofur, eldhús, fimm svefnherbergi, gang, baðherbergi, þvottaherbergi og bílskúr.
Lýsing eignar:
Forstofa, flísalögð og rúmgóð með fataskápum.
Gestasnyrting, með glugga, flísalagt gólf og hluti veggja, fastar hillur, stór fastur spegill og vegghengt wc.
Hol, flísalagt, bjart og stórt með útgengi á stóra viðarverönd til suðurs og austurs með heitum potti, skjólveggjum og gert ráð fyrir útiarni. Frá verönd er einstakt útsýni .....
Samliggjandi stofur, flísalagðar, bjartar og rúmgóðar og gert ráð fyrir arni. Úr stofum er útgengi á verönd til suðurs.
Eldhús, flísalagt, bjart og rúmgott með fallegum hvítum innréttingum og eyju með viðarborðplötum og flísum á milli skápa.
Sjónvarpsherbergi, innaf stofum er flísalagt og rúmgott með gluggum í tvær áttir.
Barnaherbergi I, flísalagt og með fataskápum.
Gangur, flísalagður og breiður með fataskápum og útgengi á verönd til suðurs og austurs.
Barnaherbergi II, parketlagt og rúmgott með millilofti yfir að hluta.
Barnaherbergi III, parketlagt og rúmgott.
Baðherbergi, nýendurnýjað og með glugga. Flísalagt gólf og veggir, stór flísalaögð sturta með sturtuglerjum, frístandandi baðkar, innrétting, handklæðaofn og vegghengt wc.
Hjónaherbergi, stórt, parketlagt, miklir fataskápar og gluggar í tvær áttir.
Þvottaherbergi, flísalagt og með góðum innréttingum með stæðum fyrir vélar í vinnuhæð, vinnuborði og vaski.
Bílskúr, er 35,2 fermetrar að stærð og með epoxy á gólfi. Góðir gluggar, göngudyr, rafmótor á bílskúrshurð og rennandi heitt og kalt vatn.
Milliloft er yfir öllum bílskúrnum og nýtist það virkilega vel sem geymsla. Annað millioft er yfir hluta svefnálmu og nýtist einnig sem góð geymsla.
Húsið að utan lítur vel út og er allt tréverk nýmálað.
Lóðin, sem er 896,0 fermetrar að stærð, er eignarlóð. Á framlóð hússins eru stór innkeyrsla og stór verönd og eru þær nýlega steyptar og hitalagnir undir á lokuðu kerfi. Skjólveggir, beð fyrir gróður og lagt fyrir lýsingu.
Stórar viðarverandir eru útaf stofum til suðvesturs og útaf holi til suðausturs. Á verönd er heitur pottur.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð innst í mjög rólegri lítilli götu við óbyggð svæði og frá húsi og af lóð nýtur einstaks útsýnis til yfir Bessastaðatjörn, Bessastaði, til fjalla og yfir borgina.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is