Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Procura fasteignasala kynnir fallega og mikið uppgerða íbúð á 8. hæð í Hátúni 6 í Reykjavík. Íbúðin er björt og með miklu útsýni til suðurs og vesturs. Íbúðin er í grónu og rólegu hverfi en stutt er í alla þjónustu og miðborgin í göngufæri.
Birt stærð samkvæmt Þjóðskrá Íslands er 52,9 m2, þar af er 2,9m2 geymsla í sameign.
Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi, svalir og geymslu.
Lýsing eignar:
Forstofa/hol er með parketi á gólfi og rúmgóðum fataskáp.
Stofa er rúmgóð og björt með parketi á gólfi.
Eldhús er inn af stofu með hvítri innréttingu og svartri borðplötu. Gott skápapláss er í eldhúsi sem er með eldavél, uppþvottavél og þvottavél. Þaðan er útgengt á svalir sem snúa í suður.
Svefnherbergi er með parketi á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi er flísalagt með upphengdu salerni, handlaug og sturtu.
Geymsla er í sameign og er 2,9m2.
Í sameign er sameiginlegt þvottahús, þurrkherbergi, rúmgóð hjólageymsla og sérgeymslur fyrir hverja íbúð.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð sl. ár. Lagt var nýtt parket á alla íbúðina, að baðherbergi frátöldu, og sett ný gluggakista á suðurglugga í stofu. Loft var tekið niður, skipt um öll ljós og allar rúllugardínur endurnýjaðar. Komið var fyrir sogventlum við vaska á baðherbergi og í eldhúsi og ný rör sett undir vaska. Klóakrör var endurnýjað að hluta milli eldhúss og baðherbergis en um leið var sá milliveggur endurbyggður og þéttur. Gert var við sturtuklefa, loftræsting á baðherbergi löguð, sett upp ný vifta og gert við hurð í svefnherbergi. Loks var gengið frá múrverki á svölum eftir gluggaskipti, svalagólfið málað og geymsla í kjallara máluð. Með því hefur flest í íbúðinni verið endurnýjað á síðastliðnu ári en jafnframt var skipt um glugga í húsinu fyrir nokkrum árum og ráðist í viðgerðir á ytra byrði hússins.
Athygli er vakin á því að seljandi hefur ekki búið í eigninni og þekkir því ekki ástand hennar að öðru leyti en fram kemur í söluyfirliti.
Fyrirvarar
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
29/02/2024 | 45.400.000 kr. | 47.000.000 kr. | 52.9 m2 | 888.468 kr. | Já |
24/09/2013 | 14.950.000 kr. | 18.200.000 kr. | 52.9 m2 | 344.045 kr. | Já |
05/03/2007 | 10.795.000 kr. | 167.500.000 kr. | 713.1 m2 | 234.889 kr. | Nei |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
105 | 48.1 | 49,9 | ||
105 | 58.6 | 49,9 | ||
105 | 57.9 | 51,9 | ||
105 | 51.7 | 51,5 | ||
101 | 51.3 | 51,9 |