Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali (s:662-6163/bjarni@remax.is) kynnir mikið endurnýjað parhús á góðum stað í Hólabergi í Breiðholti. Birt stærð eignarinnar er 139,7fm auk 20,2fm bílskúrs, samtals 159,9 fm samkv. FMR. Eignin skiptist í forstofu, gestasalerni, þvottahús, eldhús, borðstofu og stofu á neðri hæð. Á efri hæð eru 4 svefnherbergi, fataherbergi, baðherbergi og háaloft. Bílskúr í stakstæðri bílskúrslengju.
Nánari lýsing:
Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi, skápur.
Þvottahús inn af forstofu, nýleg innrétting fyrir vélar í vinnuhæð, skúffur undir.
Gestasnyrting er flísalögð með upphengdu svörtu wc, steinvaskur frá Balí, niðurtekið loft.
Eldhúsið er glæsilegt, hvít háglans innrétting með góðu skápaplássi, marmara veggflísar frá Vídd, tveir ofnar, annar er gufuofn og hinn venjulegur, innbyggð uppþvottavél, tvöfaldur ísskápur, niðurtekið loft og innföld lýsing.
Borðstofa og stofa parketlagðar, úr stofunni er útgengt á flísalagða verönd með flísum frá Álfaborg, heitur pottur frá Normex.
Svartlakkaðar nýlegar hurðar frá Birgisson á neðri hæð. Gólfefni frá Parka.
Á efri hæðinni eru fjögur góð herbergi, tvö þeirra með fataskápum, parket á gólfum. Fataherbergi með parketi.
Baðherbergið er nýlega tekið í gegn, flísar á gólfi og veggjum, hiti í gólfi, baðkar með sturtuaðstöðu, upphengt wc, steinvaskur frá Balí, gluggar.
Geymsluloft er yfir allri eigninni, einangrað og plastað.
Bílskúr með heitu og köldu vatni, flísar á gólfi.
Garður Afgirtur pallur í suður ásamt afgirtum garði. Nýlegt grindverk að aftan og á milli íbúða, jarðvegsskipt og garður jafnaður, útiflísar frá Álfaborg yfir pallinum, pottur frá Normex, pottastýring frá Danfoss úr þvottahúsi. Steypt að hluta undir palli, möguleiki að bæta sólstofu við húsið.
Fyrir framan hús er munstursteypt stétt, nýlegt grindverk og ruslatunnuskýli.
Eignin hefur fengið gott viðhald síðustu árin. Þak er nýlega yfirfarið. Klóaklagnir, frárennsli og heitt/kalt vatn endurnýjað 2023.
Nýlegir ofnar í öllu húsinu, allir gluggar á neðri hæð nema einn endurnýjaðir. Wc, klósettkassar og vaskar á báðum hæðum endurnýjað.
Góð eign í fjölskylduvænu hverfi með alla helstu þjónustu í næsta nágrenni, leikskólar, grunnskóli, íþróttaaðstaða og gönguleiðir.
Allar upplýsingar um eignina veitir Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali í síma 662 6163 eða bjarni@remax.is.
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunarskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. RE/MAX fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. 1.Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. 3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. 4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá 69.900kr