Þriðjudagur 16. desember
Fasteignaleitin
Skráð 15. des. 2025
Deila eign
Deila

Kárastígur 2

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
48.7 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
Verð
39.900.000 kr.
Fermetraverð
819.302 kr./m2
Fasteignamat
40.250.000 kr.
Brunabótamat
22.250.000 kr.
Mynd af Margrét Rós Einarsdóttir
Margrét Rós Einarsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1908
Garður
Fasteignanúmer
2006403
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
0
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað fyrir c.a. 30 árum.
Raflagnir
Endurnýjað fyrir c.a. 30 árum.
Frárennslislagnir
Endurnýjað fyrir c.a. 30 árum.
Gluggar / Gler
Endurnýjað fyrir c.a. 30 árum.
Þak
Ekki vitað
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Lóð
36,6
Upphitun
Hitaveita og ofnakerfi
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Margrét Rós, lgf og Fasteignasalan TORG kynna í sölu tveggja herbergja íbúð í kjallara við Kárastíg 2, 101 Reykjavík. Um er að ræða vel staðsetta eign í litlu og sjarmerandi tvíbýlishúsi á vinsælum stað í miðborg Reykjavíkur. Eignin skiptist í anddyri, hol, eldhús, stofu, borðstofu, eitt svefnherbergi og baðherbergi. Tvær útigeymslur fylgja eigninni, önnur staðsett á baklóð hússins og hin undir útitröppum efri hæðar. Húsið var byggt árið 1908. Íbúðin er ósamþykkt. Tilvalin eign til útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Rós Löggiltur fasteignasali, í s. 856-5858  eða margret@fstorg.is  *** SÆKJA SÖLUYFIRLIT HÉR ***    

Birt stærð eignar skv. fasteignaskrá HMS er 48,7 m² auk 1,4 m² útigeymslu undir útitröppum efri hæðar. Eigninni fylgir einnig 10,7 m² köld útgeymsla á baklóð hússins, sameiginleg með íbúð á efri hæð.

Frábær staðsetning í miðbæ Reykjavíkur í grennd við alla helsta þjónusta og verslanir ásamt fjölbreyttri flóru kaffi- og veitingahúsa. Leik-, grunn og menntaskóli í göngufjarlægð ásamt Sundhöll Reykjavíkur og fallegum göngu- og hjólaleiðum við sjávarsíðuna. 

ERTU Í SÖLUHUGLEIÐINGUM? SMELLTU HÉR FYRIR FRÍTT VERÐMAT

Lýsing eignar:
Komið inn í opið anddyri og forstofu, og á hægri hönd er lítið baðherbergi. Frá forstofu er gengið inn í lítið hol sem tengir saman önnur rými íbúðar og getur vel nýst sem borðstofa. eldhús er inn af holi og stofa er opin við hol. Svefnherbergi er inn af stofu á hægri hönd. Geymsla íbúðar er staðsett undir útitröppum íbúðar á efrir hæð og sér útigeymsla sem er í sameign er staðsett á lóð aftan við hús. 

Nánari lýsing og skiptin eignar:
Anddyri / forstofa, komið er inn í opið anddyri og forstofu með flísum á gólfi.
Baðherbergi er á hægri hönd við inngang, flísalagt í hólf og gólf með sturtu, salerni og vask. 
Hol / borðstofa er inn af forstofu og tengir saman önnur rými íbúðarinnar, með parket á gólfi. Getur vel nýst sem borðstofa.
Eldhús er opið inn af holi með L-laga inntéttingu með eldavél og dúk á gólfi. Ísskápur getur fylgt með.
Stofa er opin við hol með parket á gólfi.
Svefnherbergi er Inn af stofu, á hægri hönd, með innbyggðum fataskáp.
Geymsla íbúðar er staðsett undir útitröppum íbúðar á efri hæð, inngeng að utan.
Útigeymsla (köld) sem er sameiginleg með íbúð efri hæðar, er staðsett á baklóð hússins.

** HVERS VIRÐI ER ÞÍN EIGN? SMELLTU HÉR **

Nánari upplýsingar veita:
Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s. 856-5858 / margret@fstorg.is
Aðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s. 773-3532 / adalsteinn@fstorg.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
GötuheitiPóstnr.m2Verð
109
39.5
39,9
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin