ALLT Fasteignasala kynnir í einkasölu eignina: Heiðarholt 26, 230 Reykjanesbæ. Fallega og bjarta 3ja herbergja endaíbúð á jarðhæð með stórri afgirtri verönd sem snýr í suður. Birt stærð íbúðarinnar er 78 fm en að auki fylgir henni sérgeymsla innaf sameign, sameiginlegt þvottahús með einni annarri íbúð og hjólageymsla á sömu hæð, stutt að fara og þægilegt. Veröndin er stór og bætir miklu við íbúðina.
Íbúðin hefur verið endurnýjuð 2023 að miklu leyti og lítur vel út:* Nýlegt eldhús, tæki og eldhúsgluggi.
* Nýlegt baðherbergi með nýlegum lögnum og baðherbergisglugga.
* Nýlegt rafmagn að hluta, tenglar og rofar hafa smartstýringu sem hægt er að stjórna með appi, rafmagnstafla uppfærð.
* Nýlegir hvítir klæðaskápar í forstofu og hjónaherbergi.
* Nýlegar innihurðar í öllum herbergjum, svartlakkaðar.
* Nýlegir veggir milli eldhús og baðherbergis og stofu og baðherbergis.
* Nýlega flotað gólf með micro semneti í öllum rýmum.
* Nýlegt þakjárn á húsi.
* Hús ný málað að utan.
* Nýleg útiljós eru á húsinu.
* Nýlegur myndavéladýrasími.
Öll loftljós og gluggatjöld fylgja með kaupunum og mögulegt að kaupa stærri húsgögn með eigninni ef áhugi er fyrir því.Nánari upplýsingar veita:Halla Vilbergsdóttir, nemi til löggildingar fasteignasala, í síma 772-7930, tölvupóstur
halla@allt.is.Unnur Svava Sverrisdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 868-2555, tölvupóstur
unnur@allt.isNánari lýsing:Forstofa: Með góðum klæðaskápum.
Hjónaherbergi: Með klæðaskápum, gólf flotuð.
Barnaherbergi: Ágæt stærð, flotuð gólf.
Baðherbergi: Með fallegri innréttingu, baðkari, upphengdu salerni, nýlegum glugga og fallegum flísum á veggjum.
Stofa: Er rúmgóð með útgengi út á stóra suður afgirtan sólpall.
Eldhús: Með fallegri hvítri innréttingu, nýlegum tækjum og nýlegum glugga, góðum borðkrók og fallegum glervegg sem skilur að hluta eldhús og stofu.
Geymsla: Hún er nokkuð rumgóð og er á sömu hæð og íbúðin, þar eru góðar hillur sem fylgja.
Sameiginlegt þvottahús með einni annarri íbúð er einnig á sömu hæð.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.ALLT Fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 62, 230 Reykjanesbæ - Reykjavíkurveg 66, 220 Hafnarfirði
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 3.800.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.