Hraunhamar fasteignasala kynnir í einkasölu fallegt og vel skipulagt 211,2 fm 7 herbergja endaraðhús á pöllum í Réttarbakka 11. Samkvæmt birtum fm er íbúðarhlutinn 191,2 fm og innbyggður bílskúr 20,2 fm. Fyrir framan hús er bílastæði með snjóbræðslu og góðum og skjólsælum suðvesturgarði með hellulögðum sólpalli. Úr stofu er útgengt á góðar suðvestursvalir. Bílskúr er með heitu og köldu vatni og rafmagnsopnun. Sérinngangur er í kjallara og eru lagnir og annað til staðar til að útbúa aukaíbúð í kjallara.
Einstaklega góð staðsetning á rólegum stað þ.s stutt er í leik og grunnskóla ásamt íþróttasvæði ÍR. Örstutt er í þjónustukjarnann í Mjóddinni þ.s er fjölbreytt verslun og þjónusta. Stutt er út á stofnbraut.
Samkvæmt upplýsingum frá seljanda hafa eftirfarandi framkvæmdir átt sér stað á undanförnum árum: Baðherbergi endurnýjað 2015, eldhús og gestasnyrting endurnýjuð 2018, skipt um pappa og járn á þaki 2018, skipt um rennur fyrir framan hús 2019, skipt um glugga við þak 2019, svalagólf flotað og múrað upp svalavegg og vatnsbretti undir stofugluggum 2021 og rafmagnstöflu bætt við kjallara 2023.
Nánari lýsing:Komið inn í forstofu með innbyggðum skápum, gengið þar inn í gestasnyrtingu, gólf flotuð. Á sama palli er eldhús með innréttingu frá Fríform, harðparket á gólfi.
Gengið upp nokkrar tröppur í þrjár samliggjandi bjartar stofur, harðparket og flísar á gólfum, útgengi á stórar sólríkar suðvestursvalir.
Á neðri hæð eru 3 parketlögð svefnherbergi. Stærsta herbergið var upphaflega tvö og því auðvelt að breyta til baka og fá 4 svefnherbergi á þessa hæð. Flísalagt baðherbergi með rúmgóðri sturtu. Úr hjónaherbergi er gengið út í sólríkan hellulagðan og tyrfðan garð með fjölærum plöntum.
Í kjallara er forstofa, rúmgott herbergi með glugga, stór geymsla og þvottahús.
Aukaíbúð var áður í kjallara svo lagnir fyrir baðherbergi og eldhúskrók eru til staðar.Þetta er áhugaverð fjölskyldueign á rólegum og góðum stað miðsvæðis á höfuborgarsvæðinu. (möguleiki á aukaíbúð)Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali á netfangið arsaell@hraunhamar.is eða s. 896-6076
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.68.200.-m.vsk.
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í 41 ár. – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.