VALBORG fasteignasala kynnir í einkasölu einbýlishús við Reykjamörk 3, 810 Hveragerði.
Fjögurra herbergja einbýlishús með stórum bílskúr og á stórri lóð.
Eignin er staðsett miðsvæði í Hveragerði og stutt er í alla þjónustu.
Stærð eignarinnar er samtals 172,4m² samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Íbúð er 120,1m² og bílskúr 52,3m².
Eignin telur forstofu, stofu, sjónvarpshol, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr.Sjá staðsetningu hér:
Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is. Lýsing eignar:Forstofa flísar á gólfi og þar er gólfhiti.
Stofa með parketi á gólfi, frá
sjónvarpsholi er útgengt á lóð.
Svefnherbergin eru þrjú.Hjónaherbergi með glugga til suðurs. Þar er upprunalegur fataskápur.
Barnaherbergin eru tvö, bæði parketlögð og án fataskápa.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Þar er innrétting með handlaug, upphengt salerni, baðkar og handklæðaofn.
Þvottahús er flísalagt. Þar er skolvaskur og gert ráð fyrir þvottavél og þurkarra.
Bílskúr er með gönguhurð á hlið og gluggaröð eftir endilöngum. Bílskúrshurð með rafmagnsofnun.
Eignin er steypt, byggð árið 1968.
Stærð lóðar er 850m²
Lóð er fullfrágengin með hellulögðu bílaplani en í því er snjóbræðsla.
Fasteignamat næsta árs verður 76.700.000 kr
Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, lgf, í síma
823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Elínborg María Ólafsdóttir, lgf, í síma
861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.