OPIÐ HÚS - ASPARFELL 10 - ÞRIÐJUDAGINN 1. JÚL - FRÁ KL.17.30 - 18.00.
Eggert löggiltur fasteignasali verður á staðnum.
STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Bjarta og snyrtilega 52,8 fm 2ja herbergja á annarri hæð í snyrtilegri lyftublokk. Íbúð sem getur verið laus við kaupsamning. Viðhaldi hússins hefur verið vel viðhaldið m.a. var farið í stórar framkvæmdir á gluggum, múr og þaki árið 2022 til 2023. Einnig var nýlega komið fyrir djúpgámum á bílastæði ásamt viðhaldi á íbúðum sem húsfélagið á.
Stutt er í alla almenna þjónustu hvort sem er í göngufæri eða með strætisvagnasamgöngum, leik- og grunnskólar í göngufæri ásamt líkamsrækt, sundlaug, bókasafni og íþróttaiðkun
Íbúðin er 48,1 fm (merkt 08-0202) og geymsla er 4,7 fm (merkt 08-0010) samtals er eignin skráð 52,8 fm skv. skráningu Þjóðskrá Íslands.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.isForstofa er með plasparket á gólfi og skápum.
Stofa er með plastparketi á gólfum og þaðan er útgengt á rúmgóðar suðursvalir.
Eldhús er við inngang íbúðar og þar er plasparket á gólfi, ljós viðarinnrétting með mósaíkflísum á milli efri og neðri skápa.
Svefnherbergi er með plastparketi á gólfi og skápum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, baðkar með sturtu, vaskur, skápar og skúffur.
Þvottahús er sameign á hæð og þar er hver með sína þvottavél.
Geymsla er í sameign í kjallara.
Hjóla- og vagnageymsla í sameign.