Eignin er seld með fyrirvara.
NÝTT Í SÖLU, glæsileg 122,6 fm neðri sérhæð við Lækjarvað 16 í Norðlingaholti, um er að ræða 4ra herb endahús með heitum og köldum potti, grillskýli, sem er á aflokaðri sér verönd, gott hús í bakgarðinum sem er 15 fm og ekki inní skráðri stærð, það er með steyptri plötu, hita og rafmagni.
ATH. Opið hús er á eigninni laugardaginn 19. apríl frá kl. 16.00 til 16.30
Nánara skipulag:
Komið er inn í rúmgott flísalagt hol með góðum skáp. Eldhús með hvítri innréttingu og eyja, steinn á borðum og flísum á gólfi, eldhúsið er opið inn í stofu og borðstofu, sem er með harðparketi á gólfi, þaðan er útgengi út á aflokaðan pall. Á pallinum er heitur og kaldur pottur, grillskýli, allt aflokað með skjólveggjum. Baðherbergi með sturtu, glugga og fallegri innréttingu, úr baðherbergi er gengið inn í þvottahús, þar er innrétting fyrir þvottavél og þurrkara og úr þvottarhúsi er útgengi út á pallinn. Þrjú herbergi eru í húsinu öll með parketi á gólfi og skápum. Á gangi er sjónvarpsrými og lítil geymsla. Önnur sérgeymsla er beint á móti inngangi í húsið. Í bakgarðinum er 15 fem hús sem er með hita, glugga og steyptri plötu. Hæðin er öll hin vandaðasta m.a hiti í gólfum, steinn á borðum og í sólbekkjum, og fallegar innréttingar. Um er að ræða fallega neðri sérhæð á góðum stað við Lækjarvað, bílastæði eru við húsið og við hlið hús er stórt sameiginlegt bílastæði. Potturinn er með hitavatnsstýringum og er auðvelur í notkun. Við hlið potts er lúga, þar er kaldur pottur. Á baklóðinni er vandað aukahús sem býður upp á alskonar notkun.
Um er að ræða eina af betri neðri sérhæðum í Norðlingaholti, stutt í skóla, leikskóla og þjónustu. Sameiginlegt húsfélag er fyrir húsið Lækjarvað 16-24.
Allar frekari uppl. um eignina veitir Heiðar Friðjónsson lögg. fasteignasali í s. 693-3356 og heidar@valholl.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.