** Opið hús fimmtudaginn 16. október frá kl. 16:30 til 17:00 - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 **
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Fallegt og vel skipulagi 165,7 m2 endaraðhús með innbyggðum bílskúr á stórri hornlóð við Hrafnshöfða 12 í Mosfellsbæ. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, sjónvarpshol, 4 svefnherbergi, baðherbergi og bílskúr með þvottaaðstöðu. Eignin er skráð 165,7 m2, þar af raðhús 141,4 m2 og bílskúr 24,3 m2. Stór timburverönd í suðvesturátt, bakgarður og hellulagt bílaplan með snjóbræðslu. Kaldur geymsluskúr er á lóð.
Vinsæl staðsetning, stutt í Lágafellskóla, leikskólann Hulduberg og Lágafellslaug. Einnig er mjög stutt niður á golfvöll Mosfellsbæjar. Seljandi skoðar skipti á ódýrari eign í sama hverfi.Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.
Samkvæmt upplýsingum frá seljanda var skipt um pappa og bárujárn á þaki árið 2017 - 2018. Kaldavatnslagnir voru fóðraðar árið 2021 - 2022.Nánari lýsing:Forstofa er með fataskápum og flísum á gólfi. Úr forstofu er innangengt inn í bílskúrinn.
Sjónvarpshol er inn af forstofu með parketi á gólfi.
Stofa/borðstofa er í opnu björtu rými og með parketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á
timburverönd í
bakgarði.
Eldhús er með innréttingu og borðkrók, flísar á gólfi. Í innréttingu er ofn, helluborð og innbyggður ísskápur. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, með vegghengdu salerni, innréttingu, sturtu og baðkari. Gluggi er á baðherbergi.
Hjónaherbergi er með fataskápum og parketi á gólfi. Úr hjónaherbergi er gengið út á timburverönd í bakgarði.
Svefnherbergi nr. 2 er með parketi á gólfi. Úr herbergi er aðgengi að geymslulofti.
Svefnherbergi nr. 3 er með parekti á gólfi.
Svefnherbergi nr. 4 er með parketi á gólfi.
Bílskúr er með steyptu gólfi, gúmmímottum og innréttingu. Í innréttingu er gert ráð fyrir þvottavél og þurkkara. Gott
geymsluloft er yfir hluta af bílskúrnum.
Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 127.150.000 kr.
Verð. kr. 139.900.000,-